fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ráðherrar tala í kross um brottvísun Yazan

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er var rætt um brottvísun palestínska drengsins Yazan Tamimi, úr landi, á ríkisstjórnarfundi sem lauk nú fyrir stuttu. Athygli vekur að þegar rætt var við suma ráðherra ríkisstjórnarinnar að loknum fundinum að þeir voru ekki alfarið á einu máli um brottvísunina.

Ljóst er að Yazan er í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann þjáist af duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum. Brottvísun hans úr landi er því þeim mun umdeildari en ella.

RÚV og Vísir ræddu við ráðherranna sem töluðu.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra sagði við RÚV að litlar líkur væru til þess að Yazan yrði fluttur úr landi fyrir næsta laugardag en verði það ekki gert þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar að nýju þar sem þá verða liðnir sex mánuðir síðan að ákvörðun var tekin um að vísa drengnum úr landi. Ásmundur sagði að löggjöf vegna slíkra mála yrði að skoða í samhengi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Bjarni Benedikstsson forsætisráðherra sagði hins vegar við bæði RÚV og Vísi að brottvísun Yazan standi. Það verði að fara að lögum en málið hafi eingöngu verið rætt á fundinum að beiðni ráðherra Vinstri grænna.

Mannúð-Lög

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók undir það með Bjarna í samtali við RÚV að lög í slíkum málum væru skýr.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra sagði við Vísi að vissulega eigi að fara að lögum en að mannúð skipti líka máli. Hún sagði við RÚV vilja að mál Yazan fái efnislega meðferð að nýju og hann og fjölskylda hans fái því að vera lengur á Íslandi.

Þeir ráðherrar sem rætt var við voru hins vegar sammála um að ríkisstjórnin hefði ekki lagaheimild til að afturkalla brottvísunina. Þeir vísuðu einnig fréttum um að stjórnarslitum hafi verið hótað á bug. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði hins vegar við RÚV að það væri titringur í baklandi flokkanna sem allir væru meðvitaðir um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“