Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld við Krýsuvíkurveg hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Kolfinna Eldey var 10 ára og búsett í Reykjavík. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, situr nú í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, grunaður um að hafa orðið henni að bana.
Eins og fram hefur komið hringdi Sigurður sjálfur í lögreglu um klukkan sex á sunnudaginn og sagðist hafa banað dóttur sinni. Lögregla fann hann fótgangandi nærri Vatnsskarðsnámu og benti hann þá lögreglu í átt að þeim stað þar sem lík dóttur hans fannst. Bíll hans fannst síðan á vettvangi.
Fram hefur komið að Sigurður hafi verið fámáll í yfirheyrslum lögreglu.