fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Sýknuð af ákæru um ofbeldi gegn barnsföður sínum – Sauð upp úr í rifrildi um matarmiða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. september 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði á föstudaginn konu sem ákærð var fyrir ofbeldi gegn barnsföður sínum.

Var konan sökuð um að hafa kýlt manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið eftir að fólkið fór að rífast um matarmiða. Konan missti stjórn á sér þegar þau ræddu um að maðurinn hefði trassað að kaupa matarmiða handa dóttur þeirra í skólanum.

Maðurinn segir að konan hafi slegið sig þrisvar til fimm sinnum í andlitið. Áverkavottorð studdi framburð hans. „Maðurinn leitaði á bráðamóttöku Landspítalans aðfararnótt 16. desember 2022. Þar skýrði hann einnig frá því að ákærða hafi slegið hann líklega fimm sinnum vinstra megin í andlitið. Brotaþoli kvartaði um verki í vinstri kjálka, neðri vör og kinnbeini. Skoðun leiddi í ljós að brotaþoli var með væga bólgu, ekki var að sjá mar á vinstra kinnbeini en þar voru eymsli við þreifingu. Þá var að sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálka og eymsli við að hreyfa um kjálkalið. Þá var tognun og lítið mar innanvert á neðri vör vinstra megin. Greiningin var yfirborðsáverki á höfði, tognun og ofreynsla á kjálka og yfirborðsáverki á vör og munnholi,“ segir í texta dómsins í lýsingum á áverkum mannsins.

Konan neitaði afdráttarlaust sök. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafði hún þetta að segja um atvikið (endursögn í texta dómsins): „Hún sagði að brotaþoli hafi verið að koma heim til hennar með hjól sem dóttir þeirra hafi átt en ákærða hafi ekki vitað af því. Hún hafi heyrt þrusk niðri og farið að athuga hverju það sætti en ekki séð strax að þar væri brotaþoli á ferð. Þegar ákærða hafi áttað sig á því hafi hún spurt brotaþola út í matarmiða fyrir dóttur þeirra en stúlkan hafi sagt ákærðu að brotaþoli hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Brotaþoli hafi brugðist illa við og verið ógnandi, kallað ákærðu ljótum nöfnum og komið að henni. Ákærða kvaðst þá hafa stuggað við honum þ.e. ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum.“

Dóminum þótti ekki sannað gegn afdráttarlausri neitun konunnar að hún hefði framið það brot sem hún varð ákærð fyrir. Studdist dómari meðal annars við þá staðreynd að töluverður stærðarmunur er á fólkinu, manninum í dag, og því ólíklegt að konan gæti slegið hann þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi við vörnum.

Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um sakfellingu og refsingu. Einnig var einkaréttarkröfu mannsins vísað frá dómi en hann krafðist einnar milljónar króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglumenn á Tenerife handteknir fyrir fjárdrátt og fjársvik gegn ferðamönnum

Lögreglumenn á Tenerife handteknir fyrir fjárdrátt og fjársvik gegn ferðamönnum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær segir nei við sunddeild Breiðabliks

Kópavogsbær segir nei við sunddeild Breiðabliks