fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Stefán segir þróunina síðustu mánuði vera með miklum ólíkindum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. september 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta þjón­ar eng­um öðrum til­gangi en þeim að auka hagnað bank­anna. Það skil­ar sér síðan í aukn­um bón­us­greiðslum til stjórn­enda bank­anna og feit­um ávinn­ingi af kauprétt­ar­samn­ing­um.“

Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor emiritus við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar varpar hann ljósi á stórhækkun raunvaxta húsnæðislána hjá bönkunum að undanförnu.

Stefán bendir á í grein sinni að verkalýðshreyfingin hafi í síðasta kjarasamningi haft frumkvæði að því að gert yrði þjóðarátak til að lækka verðbólgu og vexti hratt. „Það hefði orðið öllum til hagsbóta – nema bönkunum. Það hefði létt skuldabyrði heimilanna en dregið lítillega úr hinum mikla hagnaði bankanna.“

Hann segir að launafólk hafi lagt sitt af mörkum með því að samþykka hófstilltar launahækkanir, ríkið lagt til hækkanir tilfærslna úr velferðarkerfinu – en samtök atvinnurekenda hafi lítið lagt til verkefnisins enn sem komið er.

Sýna samfélaginu fingurinn

„Rík­is­stjórn­in hef­ur í fram­hald­inu látið hjá líða að taka á verðbólg­unni með hag­stjórnar­úr­ræðum sem henni standa nærri, til dæm­is með nauðsyn­leg­um inn­grip­um á hús­næðismarkaði.

Seðlabank­inn hef­ur því verið lát­inn einn um bar­átt­una við verðbólg­una með háu stýri­vaxta­stigi sem hef­ur nú því sem næst slökkt á hag­vext­in­um. Verðbólg­an er þó enn allt of há og stýrivextir hafa ekki fylgt þeirri lækk­un verðbólg­unn­ar sem þó hef­ur orðið (frá um 10% niður í 6%).“

Stefán segir að þessi hagstjórn sé í senn óskynsamleg og leggi of þungar byrðar á heimili skuldugs launafólks. Stefán segir að bankarnir beri þó einnig sína ábyrgð og segir að þeir hafi nú gengið á lagið og hækkað raunvexti húsnæðislána til heimilanna stórlega. Með því sýni þeir samfélaginu fingurinn.

„Þó að verðbólga hafi lækkað hafa bank­arn­ir ekki lækkað nafn­vexti í takti og síðan hafa þeir tekið bein skref til að hækka vexti verðtryggðra hús­næðislána. Niðurstaðan er orðin sú að raun­vext­ir hús­næðislána eru nú komn­ir langt yfir lang­tímameðaltal raun­vaxta hér á landi – sem þó var hátt í sam­an­b­urði við grann­rík­in í Evr­ópu.“

„Feitur ávinningur“ af kaupréttarsamningum

Stefán birtir mynd máli sínu til stuðnings sem sýnir nýjustu raunvexti húsnæðislána bankanna, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra með breytilegum vöxtum, í samanburði við langtímameðaltal slíkra lána.

„Lang­tímameðaltal raun­vaxta verðtryggðra lána á tíma­bil­inu 2013 til 2023 var um 3,3% og af óverðtryggðum lán­um var það um 2,4%. Raun­vext­ir óverðtryggðra lána bank­anna eru nú um 5%, eða tvö­falt lang­tímameðaltalið (2,4%). Raun­vext­ir verðtryggðra lána eru að nálg­ast 5% markið (eru nú á bil­inu 3,8% til 4,6%). Arion banki var nú síðast að hækka þá í 4,6% og hinir munu vænt­an­lega fylgja á eft­ir. Síðan koma líf­eyr­is­sjóðirn­ir í fram­hald­inu, því þeir telja sig al­mennt þurfa að fylgja markaðinum – sem bank­arn­ir leiða,“ segir hann og bætir við að í nýju kjarasamningunum hafi verið stefnt að örri lækkun verðbólgu og vaxta en ekki að hækkun raunvaxta.

„Bank­arn­ir hafa nú gengið á lagið og gert það svo um mun­ar og þar með grafið und­an vænt­um ár­angri kjara­samn­ing­anna. Í ljósi þess að hátt vaxtastig er ekki aðeins að skaða af­komu heim­il­anna og hægja á bygg­ingu nýrra íbúða er þetta skelfi­leg öfugþróun sem bank­arn­ir standa fyr­ir. Þetta þjón­ar eng­um öðrum til­gangi en þeim að auka hagnað bank­anna. Það skil­ar sér síðan í aukn­um bón­us­greiðslum til stjórn­enda bank­anna og feit­um ávinn­ingi af kauprétt­ar­samn­ing­um.“

Stjórnendur bankanna hluti af yfirstétt

Stefán segir að með þessu séu stjórnendur bankanna að undirstrika það að þeir eru ekki hluti af samfélaginu heldur hluti af yfirstétt sem hirðir ekkert um hag viðskiptavina sinna eða um samfélagið yfirleitt. „Þeir lifa í hliðarveruleika við þjóðina,“ segir hann.

Hann segir að þegar horft er til þess að vextir hús­næðislána hafi al­mennt verið of háir hér á landi til lengri tíma sé þró­un­in nú síðustu mánuðina með mikl­um ólík­ind­um.

„Ef fram­hald verður á þess­ari óheillaþróun fá þau sem vilja skipta krón­unni út fyr­ir evru og kom­ast á mun hag­stæðari vaxta­kjör sem tíðkast í ESB-lönd­um mjög auk­inn vind í segl­in. Ég hef ekki enn verið í þeim hópi. Menn mættu líka hafa í huga að mik­ill vaxta­kostnaður rík­is­ins er einnig af­leiðing af of háu vaxtastigi í land­inu, því skuld­ir rík­is­ins eru hóf­leg­ar í alþjóðlegu sam­hengi. Ef ís­lenska fjár­mála­kerfið er þess ekki megn­ugt, eða hef­ur eng­an áhuga á því, að bjóða al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um viðun­andi vaxta­kjör á hús­næðislán­um þurf­um við öll að end­ur­skoða af­stöðu okk­ar til fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar