Karlmaður er í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í dag. RÚV greinir frá.
Maðurinn var handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu í gær eftir að hafa sjálfur hringt á lögreglu. Brotaþoli fannst þar einnig. Samkvæmt frétt RÚV voru miklar lögregluaðgerðir á Krýsuvíkursvæðinu í gær vegna málsins.
Þetta er sjötta manndrápsmálið sem kemur upp það sem af er ári og í þeim málum hefur sjö manns verið banað.
Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er hinn látni aðili stúlka á grunnskólaaldri. Tilkynnt var um málið um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var einn handtekinn vegna málsins.