fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Fyrrverandi þingmaður harmar þróun þjóðfélagsins – „Það er verið að útrýma kristni úr þjóðlífinu“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. september 2024 14:30

Gunnlaugur Stefánsson fyrrverandi þingmaður og prestur að Heydölum. Mynd/Þjóðkirkjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins og prestur í Heydölum á Austurlandi, telur að verið sé að útrýma kristni úr þjóðlífinu. Fjölmiðlabann ríki á starfi kirkjunnar.

„Það er verið að útrýma kristni úr þjóðlífinu,“ segir Gunnlaugur í aðsendri grein á Vísi. Hann sat á þingi fyrir Alþjýðuflokkinn árin 1978 til 1979 og aftur 1991 til 1995, en eftir það var hann varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.

„Kristnifræði sem námsgrein hefur t.d. að mestu verið aflögð í grunnskólanum undir því yfirskini að sé óæskilegur áróður. Starfslið skólanna þorir tæpst að fara með börnin í heimsókn í kirkjurnar af ótta við ofsóknir frá háværu öfgafólki. Þá telja Kirkjugarðar Reykjavíkur gott að afmá kristinn kross úr merki sínu til að hressa upp á orðspor sitt,“ segir Gunnlaugur. „Þjóðkirkjan hefur lengi liðið fyrir hatursorðræðu og nánast verið í fjölmiðlabanni árum saman varðandi fréttaflutning af blómlegu starfi sínu. Fjölsóttir kirkjudagar Þjóðkirkjunnar í Lindarkirkju fyrir stuttu er táknrænt dæmi um það.“

Lesturinn prestum að þakka

Nefnir Gunnlaugur að allt frá tímum Þorgeirs Ljósvetningagoða hafi lög og trú verið samofin á Íslandi. Þjóðskipulag alls staðar í veröldinni hafi þróast þannig um aldir að trúarbrögðin næri lögin. Hér er Alþingi sett í Dómkirkjunni, krossinn er í þjóðfánanum og dagatalið merkt með kristnum hátíðum.

„Er það tilviljun að einmitt Norðurlöndin hafa lengi verið þekkt af velferð og mannúð, mannréttindum og jafnræði í samfélagi þjóðanna? Gæti verið að kristin áhrif ráði mestu um það?“ spyr Gunnlaugur. „Núna er Þjóðkirkjan aðskilin frá ríknu. En viljum við aðskilja kristni og þjóðlíf?“

Hvað skólana varðar nefnir Gunnlaugur að þeir Íslendingar sem fóru vestur um haf á nítjándu öld hafi verið kallaðir til trúnaðarstarfa og forystu vegna þess að þeir voru læsir og skrifandi. Fermingunni sé það að þakka. Prestum var falið að sjá um fræðsluna öldum saman.

„En nú þykir ótækt, og jafnvel talið brot á mannréttindum, að ræða um Guð í skólanum,“ segir Gunnlaugur. „Hefur það orðið til farsældar fyrir börnin og líður þeim þess vegna betur? Er líklegt að almennt læsi á meðal barna og unglinga hafi fyrr á öldum í sárri fatækt og örbirgð þjóðar verið meira en nú er?“

Kennarinn lét börn fara með bænir

Þegar Gunnlaugur var barn lét kennarinn öll börnin fara með faðir vorið. Kristnifræðin var aðalnámsgreinin og áhersla lögð á biblílusögur og utanbókarlærdóm. Í gagnfræðaskóla var öllum  smalað saman í sal þar sem sóknarpresturinn las jólaguðspjallið og for með bænir.

„Ég hef ekki heyrt af neinum sem varð meint af þessum tiltækjum, en sjálfur á ég um þetta fallegar minningar og reyndist mér haldreipi síðar, ekki síst þegar á móti blés í lífinu. Mörg skólasystkina minna hafa haft orð af sömu reynslu,“ segir Gunnlaugur og spyr hvort að grunnskólinn sé orðinn að andlausri og siðalausri stofnun. „Er þar bannað að syngja eða kenna börnunum þjóðsönginn af því að hann er kristinn bænasálmur?“

Segir hann kristinn boðskap um ást og umhyggju, mildi og umburðarlyndi og virðingu fyrir mannhelgi.

„Viljum við fórna kristnum gildum til að þóknast útlendingum ólíkra trúarbragða sem hér setjast að? Er það þannig sem við umgöngust aðrar þjóðir í fjarlægum löndum ef við setjumst þar að, krefjast þess að öllu verði breytt af því að mínir siðir eru öðruvísi? Er það aflvaki fjölmenningar?“ spyr Gunnlaugur. „Líkist það ekki fremur ofbeldi en mannréttindum?“

Auga fyrir auga í islam

Trúfrelsi hafi verið innleitt hér fyrir 150 árum og það sé fólgið í kristni að efla frelsi og virða ólíkar skoðanir. Beinir Gunnlaugur spjótum sínum að islam.

„Í ágætri bók, Trú og vald í mannkynssögunni, telja höfundarnir, Jónas Elíasson, verkfræðingur, og Pétur Pétursson, guðfræðingur, að valdi erfiðleikum í sambúð fólks af Islam trúar og kristinnar menningar, að fyrirgefningin hefur aldrei fest rætur í sið Islam, þar sem endurgjaldslögmálið auga fyrir auga og tönn fyrir tönn gildir. Aftur á móti er fyrirgefningin með iðrun og yfirbót kjölfestan í kristni og þar með í menningu okkar réttarríkis,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Yazan litli vakinn í Rjóðrinu – Verður sendur úr landi í dag

Yazan litli vakinn í Rjóðrinu – Verður sendur úr landi í dag
Fréttir
Í gær

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
Fréttir
Í gær

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær segir nei við sunddeild Breiðabliks

Kópavogsbær segir nei við sunddeild Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjórinn blóðrauður í grindhvaladrápi – „Skammist ykkar“

Sjórinn blóðrauður í grindhvaladrápi – „Skammist ykkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lilja veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef kviknað hefði í rútunni fyrr – „Það hefði orðið algjört öngþveiti“

Lilja veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef kviknað hefði í rútunni fyrr – „Það hefði orðið algjört öngþveiti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu heilbrigðisráðherra dansa fyrir góðan málstað – „Willum er með stórt og fallegt hjarta og við erum honum afar þakklát fyrir alla hjálpina“

Sjáðu heilbrigðisráðherra dansa fyrir góðan málstað – „Willum er með stórt og fallegt hjarta og við erum honum afar þakklát fyrir alla hjálpina“