fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 11:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir hennar. Þetta herma heimildir DV og hafa Vísir og Nútíminn greint frá því sama.

Tilkynnt var um málið um kvöldmatarleytið í gær og var einn maður handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu vegna málsins. Brotaþoli fannst þar einnig. Maðurinn er sjálfur sagður hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um málið. Stúlkan sem um ræðir var á grunnskólaaldri.

DV reyndi að ná tali af Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni á rannsóknarsviði lögreglunnar, nú rétt fyrir hádegi, en ekki náðist í hann. Liggur ekki fyrir hvort og þá hvenær farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu