fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 16. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands hafa synjað umsókn konu um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Konan varð fyrir vinnuslysi en umsókninni var hafnað á þeim grundvelli að flogakast, sem konan sagði að hefði orsakað slysið, væri ekki skilgreint sem slys.

Konan kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Sjúkratryggingar vísuðu í synjun sinni til þess að samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga væri slys skyndilegur og óvæntur atburður sem valdi meiðslum á líkama hins tryggða. Konan vildi meina að um óvæntan atburð hefði verið að ræða. Sagðist hún hafa óvænt misst meðvitund sem varð til þess að hún lenti með andlitið á ofni, sem hafi verið stilltur á mjög háan hita, í nokkurn tíma sem orsakaði að hún fékk annars stigs brunasár í andliti. Vildi lögmaður konunnar meina að samkvæmt lögunum falli flogakast undir óvæntan atburð. Lögmaðurinn benti einnig á að ofninn hafi verið á of hárri stillingu sem hafi verið nauðsynlegt skilyrði fyrir því líkamstjóni sem konan varð fyrir og þar með hafi verið um óvæntan atburð að ræða.

Ekki slys ef um innri orsök er að ræða

Sjúkratryggingar vísuðu enn fremur til þess að skilyrði fyrir því að um slys teljist að ræða sé að þar sé að þá verði tiltekið og afmarkað atvik. Atvik sem rekja megi til langvarandi eða skammvinns álags á stoðkerfi og ekki verði rakið til neins afmarkaðs atviks, falli utan skilgreiningarinnar á slysi. Sama eigi við um veikindi eða áverka sem komi fram þegar einstaklingur sé við vinnu eða aðrar aðstæður þar sem trygging samkvæmt lögunum eigi við, enda tengist veikindin eða áverkarnir ekki framkvæmd verks eða skilyrðum sem voru fyrir hendi. Dæmi um slíkt sé hjartaáfall eða aðsvif sem verði á vinnustað eða við heimilisstörf en orsök sé að finna innra með slasaða sjálfum.

Í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála er vitnað í atvikalýsingu og gögn frá bráðamóttöku þar segir meðal annars:

„Kemur í ljós að hún er með sögu um krampa … rankar við sér eftir að hafa fengið flog. Man ekki eftir floginu.“

Sjúkratryggingar segja þessar upplýsingar gefa ótvírætt til kynna að ekki hafi verið skyndilegt og óvænt atvik að ræða heldur sé orsök slyssins að finna innra með konunni. Atvikið teljist því ekki slys í skilningi laga um slysatryggingar almannatrygginga.

Fyrri saga útiloki bætur

Í niðurstöðu nefndarinnar er vitnað all ítarlega í sjúkraskrá konunnar. Nefndin segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að frávik hafi átt sér stað frá þeirri atburðarás sem búast hafi mátt við þegar konan, sem var þá á vakt í vinnu sinni nálægt heitum ofni, fékk flogakast og missti meðvitund með þeim afleiðingum að andlit hennar fór á ofninn og hún hlaut af því brunasár. Samkvæmt gögnum málsins hafi konan átt sér fyrri sögu um flogaveiki og hætt á flogaveikislyfjum um tveimur mánuðum fyrir slys.

Nenfdin tekur því undir með Sjúkratrygginum um að atvikið geti ekki talist vera slys í skilningi laga um slysatryggingar almannatrygginga og staðfesti því ákvörðunina um að hafna umsókn konunnar um bætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns