fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. september 2024 13:49

Grímur Grímsson. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ákvörðun um gæsluvarðhald yfir manni sem er í haldi lögreglu, grunaður um morð á barni, verði tekin á næstu klukkutímum.

„Varðandi mál sem við erum með til rannsóknar og varðar manndráp þá verður tekin ákvörðun um það mjög fljótlega hvort viðkomandi verður færður fyrir dómara,“ segir Grímur í samtali við DV.

Fjölmiðlar hafa greint frá því að hinn grunaði sé faðir þolanda, tíu ára gamallar stúlku. Hann hafði samband við lögreglu um kvöldmatarleytið í gærkvöld og var þá staddur á Krýsuvíkursvæðinu þar sem lögregla handtók hann.

Aðspurður segist Grímur á þessu stigi ekkert geta staðfest um aldur þolandans né tengsl þolanda og geranda. „Ég get á þessu stigi ekkert staðfest um það, við erum ennþá að fá fullvissu um að búið sé að ná í alla sem þörf er á að ná í,“ segir Grímur.

Hann segir of snemmt að fullyrða um hvort lögregla sé komin með skýra mynd af atburðinum. „Það er of snemmt að hafa þau orð um það vegna þess að þetta er bara það nýskeð. Við erum bara að ná utan um það,“ segir Grímur.

Sjá einnig: Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“