Ummæli Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um að innflytjendur í borginni Springfield í Ohio-fylki væru að leggja sér gæludýr til munns hafa dregið dilk á eftir sér. Nú hefur dreifibréf, sem sagt er gefið út af hinum alræmdu Ku Klux Klan-samtök, vakið athygli en þar er þess krafist að innflytjendur verði fluttir frá borginni, og Bandaríkjunum yfir höfuð, í massavís.
Blaðamaðurinn Noah Lanard, sem skrifar fyrir vinstrisinnaða miðilinn Mother Jones, vakti athygli á þessu og birti mynd af bréfi sem sagt er í dreifingu.
What’s now being distributed in Springfield, according to a local pastor pic.twitter.com/bcGPJ28Yrf
— Noah Lanard (@nlanard) September 14, 2024
Tæplega 60 þúsund manns búa í Springfield en á undanförum árum hafa um 12-15 þúsund íbúar frá Haítí flutt þangað löglega, ekki síst út af hagstæðum fasteignamarkaði.
Yfirvöld í bænum hafa vísað því alfarið á bug að gæludýraát þekkist í bænum en það hefur ekki slegið Donald Trump út af laginu. Hann hefur á undanförum dögum ítrekað fullyrðingarnar vafasömu og endurrómað skilaboðin sem koma fram í Ku Klux Klan-dreifibréfinu. Ef hann komist til valda verði innflytjendur fluttir úr landi.