fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Sjórinn blóðrauður í grindhvaladrápi – „Skammist ykkar“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. september 2024 12:30

Færeyingjar bera fyrir sig að grindhvaladráp sé hefð. Myndir/Paul Watson Foundation

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegt grindhvaladráp fór fram í Sálabotnum á Austurey í Færeyjum um síðustu helgi. Andstaða heimamanna er að aukast en veiðimenn veiddu tegund sem ekki hefur verið veidd áður.

Breska blaðið Daily mail greinir frá þessu.

„Hver er svangur? Skammist ykkar,“ sagði Tórun Beck, íbúi í Skálabotnum, á samfélagsmiðlum eftir grindhvaladrápið sem fór fram laugardaginn 7. september. Það sem var óvenjulegt var að 156 leiftrar voru drepnir, lítil höfrungstegund sem Færeyingar eru ekki vanir að drepa. „Það átti ekki að reka grindhvali upp á land í síðustu viku af því að það var nóg til. En nú eruð þið að drepa leiftra líka.“

Grindhvaladráp þykir mörgum grimmdarlegt. Mynd/Paul Watson Foundation

Annar íbúi, Tóta Árnadóttir, tók í sama streng. „Ég held að þeir [hvalirnir] myndu veita meiri gleði ef við sem búum við fjörðinn fengjum að horfa á þá,“ sagði hún.

„Það er ekki hefð hér að drepa leiftra og ég skil ekki af hverju við gerum það núna,“ sagði Irdi Jacobsen.

Gagnrýni á grindhvaladráp Færeyinga hefur aukist ár frá ári. Þykir aðferðin einkar grimmdarleg. Hvalavaðan er rekin upp í fjörur og þar eru hvalirnir skornir, kálfar við hliðina á mæðrum sínum. Færeyingar bera fyrir sig að um sé að ræða hefð og að þetta veiti íbúunum mat. Dýraverndunarsinnar hafa hins vegar bent á að það sé engin þörf á að gera þetta lengur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís

Nýr Þjóðarpúls – Flokkur fólksins dalar en Viðreisn rís
Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla

Starfsfólk Landspítalans fær ekki launað leyfi vegna kennaraverkfalla