fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2024 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá því að Frans páfi hafi tjáð sig opinskátt um forsetaframbjóðendurna í Bandaríkjunum. Gagnrýnir páfinn bæði Donald Trump og Kamala Harris og segir þau hvorugt vera góðan valkost.

Í umfjöllun NBC kemur fram að páfinn hafi rætt við fréttamenn í gær í flugvél sinni á leið aftur til Rómar en hann var að ljúka tæplega tveggja vikna heimsókn í ýmsum löndum í Suðaustur-Asíu og Eyjaálfu.

Páfanum er einkum uppsigað við Donald Trump vegna andstöðu hans við komu flóttamanna og annarra innflytjenda til Bandaríkjanna. Trump ætlar sér að flytja fjölda þeirra úr landi verði hann kjörinn forseti en Frans páfi segir það vera synd að taka ekki vel á móti fólki á flótta.

Páfinn gagnrýndi einnig afstöðu hins frambjóðandans, Kamala Harris, til þungunarrofs og sagði það ígildi morðs. Hann tjáði fréttamönnum að bandarískir kaþólikkar stæðu frammi fyrir því að velja skárri kostinn af tveimur slæmum.

Frans páfi passaði sig þó á því að nefna frambjóðendurna ekki á nafn en vísaði til kyns þeirra og stefnumála svo vel ljóst var við hvaða einstaklinga hann átti. Þrátt fyrir að lítast svo illa á bæði Harris og Trump hvatti hann bandaríska kaþólikka til að kjósa í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi og gera sjálfir það upp við sig hvor frambjóðandinn sé skárri.

Mikilvægur kjósendahópur

Ljóst er margir kaþólikkar taka mikið mark á því sem páfinn segir. Þessi kjósendahópur er stór í Bandaríkjunum en alls 52 milljónir manna eru kaþólskrar trúar í landinu. Í sumum ríkja þar sem kannanir gefa til kynna að staðan sé hnífjöfn á milli Harris og Trump, hin svokölluðu sveifluríki, til að mynda í Wisconsin og Pennsylvaníu, eru 20 prósent fullorðinna kaþólskir.

Frans páfi forðast yfirleitt að blanda sér í kosningar í einstaka löndum en hefur áður gagnrýnt þungunarrof, í samræmi við kenningar kaþólsku kirkjunnar, og stefnu Donald Trump gagnvart innflytjendum og flóttafólki.

Páfinn segir að stefnumál bæði Harris og Trump séu fjandsamleg lífinu. Hann sagði Biblíuna veita fólki rétt til að færa sig á milli landa og vísaði í vers þar sem tekið sé fram að samfélag manna verði að annast munaðarleysingja, ekkjur og útlendinga. Stefna Trump sé því syndsamleg.

Hann var ekki síður harðorður þegar kemur að þungunarrofi, en Kamala Harris segist ætla að beita sér fyrir því að auka aðgang að þungunarrofi á landsvísu. Páfinn segir þungunarrof hreinræktað morð og það sé alveg skýrt.

Biskupar kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hafa gefið út þær leiðbeiningar til kaþólskra kjósenda að afstaða frambjóðenda til þungunarrofs sé sérstaklega mikilvæg og því virðist á brattann að sækja fyrir Harris þegar kemur að þessum kjósendahópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni