fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sólveig Anna ómyrk í máli og hjólar í Elvar: „Hefur fyrir vana að ráða fólk í vinnu en greiða þeim ekki laun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skilaboð okkar til gesta veitingastaðarins Ítalíu og annara sem áttu leið hjá voru skýr: Með því að borða á veitingahúsinu Ítalíu er ýtt undir kjarasamningsbrot, launaþjófnað og misnotkun vinnuafls.“

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Efling stéttarfélag stóð í gærkvöldi fyrir aðgerðum við veitingahúsið Ítalíu á Frakkastíg. Tilefnið, samkvæmt tilkynningu frá Eflingu, eru sögð ítrekuð og endurtekin brot veitingamannsins Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki veitingastaðarins.

Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu

Sólveig Anna er ómyrk í máli í garð Elvars í færslu sinni.

„Ástæðan fyrir mótmælunum er sú að Elvar hefur fyrir vana að ráð fólk í vinnu en greiða þeim ekki laun. Hátt í 40 einstaklingar hafa komið til okkar í Eflingu en án nokkurs vafa eru fórnarlömbin fleiri. Elvar borgar fólki ekki laun, hann borgar fólki undir taxta, hann gerir ekki skriflega ráðningarsamninga við starfsfólk, hann afhentir þeim ekki launaseðla eða tímaskráningar, hann stelur iðgjöldunum sem eiga að fara til stéttarfélaga, og hann á það líka til að skila ekki sköttum af launum Eflingarfólks. Svona er einfaldlega viðskiptamódel Elvars Ingimarssonar. Meðal fórnarlamba Elvars er m.a. ungt fólk sem að hingað hefur komið á flótta undan stríðinu í Úkraínu.“

Sólveig Anna segir að launaþjófnaður sé meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Hann hafi, ásamt annarri brotastarfsemi, stóraukist á síðustu árum.

„Helstu fórnarlömb þessara glæpa eru aðflutt verkafólk sem að hingað kemur til að vinna og eignast gott líf en lendir í klónum á fólki sem ekki virðist hafa nokkra siðferðiskennd.“

Sólveig Anna segir að á endanum séu það þó íslensk stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins sem bera ábyrgð á þessu „skammarlega“ ástandi.

„Þau hafa staðið í vegi fyrir því að raunverulegar afleiðingar séu við launaþjófnaði. Í dag er það svo að algjört afleiðingarleysi ríkir vegna þjófnaðar á launum. Engar sektir fylgja brotunum. Ef ég stel lambalæri er ég handtekin og kærð, ef ég stel hundruðum þúsunda af vinnandi fólki gerist ekkert, ég þarf í mesta lagi að borga fólki því sem ég stal, og svo get ég einfaldlega haldið áfram að stela af nýjum og nýjum fórnarlömbum. Það er staðan á íslenskum vinnumarkaði í dag. Það er sú „inngilding“ sem að stór hópur aðflutts fólk verður fyrir á Íslandi.“

Sólveig Anna segir að Efling krefjist þess að samstundis verði gripið til aðgerða.

„Við krefjumst þess að stjórnvöld axli ábyrgð á hlutskipti aðflutts vinnuafls, sýni sómakennd og standi með okkur í baráttunni fyrir lögum og reglu á vinnumarkaði. Það gera þau með því að grípa til aðgerða svo að hægt sé að uppræta launaþjófnað, þá viðbjóðslegu meinsemd á samfélagi okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti