fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Forstjóri SS segir illa farið með Þórarin: „Heldur virkilega einhver að þingmaður selji stuðning sinn fyrir rúma milljón?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kem­ur ekki á óvart að and­stæðing­ar í stjórn­mál­um reyni að gera úr þessu spill­ing­ar­mál og noti fjöl­miðla sér vin­veitta til þess. En það veld­ur mikl­um von­brigðum að sjá fjöl­miðil allra lands­manna, RÚV, vega ít­rekað að Þór­arni og af­hjúpa þannig óvönduð vinnu­brögð.“

Þetta segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni kemur hann Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, til varnar og segir að illa hafi verið vegið að honum í tengslum við breytingar á búvörulögum í vor.

Þórarinn hefur setið undir harðri gagnrýni vegna þátttöku hans í samþykkt búvörulaga þar sem kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Þórarinn er hluthafi í Búsæld með 0,8 prósenta hlut en félagið á Kjarnafæði og Norðlenska. Kaupfélag Skagfirðinga (KS) keypti svo meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska, en Þórarinn og kona hans ákváðu þó að selja ekki sinn hlut.

Hefur gagnrýnin snúist að því að kaup KS hafi verið gerð á grundvelli laga sem unnin voru í atvinnuveganefnd þar sem Þórarinn var formaður.

Urðu að bregðast við

Í grein sinni bendir Steinþór á að íslenskur kjötmarkaður hafi tekið miklum breytingum á fáum árum. Með tollasamningum íslenska ríkisins hafi aðgangur erlendra aðila verið auðveldaður og nú sé svo komið að um 30% af heildarmarkaði í nauti og svíni séu innflutt kjöt.

„Þess­ir er­lendu aðilar eru risa­fyr­ir­tæki sem geta unnið með allt ann­arri hag­kvæmni og lægri kostnaði en inn­lend­ir aðilar. Það er stund­um talað um KS og SS sem risa á inn­lend­um kjöt­markaði en fyr­ir­tæk­in eru í raun dverg­ar ef hlut­irn­ir eru sett­ir í stærra sam­hengi. Sam­an­lögð velta allra inn­lendra kjötaf­urðastöðva er um 5% af veltu eins þeirra stóru aðila sem selja kjöt til Íslands svo dæmi sé tekið,“ segir Steinþór og bætir við að til margra ára hafi verið bent á þetta. Óskað hafi verið eftir breytingu á bú­vöru­lög­um svo afurðafyr­ir­tæki í kjöti ættu mögu­leika á sömu hagræðingu og hef­ur skilað um þriggja millj­arða hagræðingu á ári í mjólk­uriðnaði bænd­um og neyt­end­um til góða.

„Það var ekki fyrr en síðasta vor sem breyt­ing á bú­vöru­lög­um gaf afurðafyr­ir­tækj­um í kjöti, sem starfa sem fram­leiðenda­fé­lög, víðtæk­ar heim­ild­ir til hagræðing­ar og sam­starfs til að bregðast við. Marg­ir hags­munaaðilar stigu fram og mót­mæltu með ým­iss kon­ar rök­um. Það er eðli­legt því hags­mun­ir eru með mis­mun­andi hætti og marg­ir sem telja hags­mun­um sín­um best borgið með óbreyttri stöðu þar sem inn­lend fram­leiðsla, land­búnaður sem úr­vinnsla, hafi hægt og bít­andi hörfað und­an vax­andi innflutningi.“

Ómaklega vegið að Þórarni

Steinþór segir svo að í því skyni að koma höggi á þá sem studdu breytingu á búvörulögum hafi öðrum fremur verið vegið að Þórarni Inga Péturssyni, formanni atvinnuveganefndar Alþingis, með mjög ómaklegum hætti.

„Hann verið sakaður um að láta per­sónu­leg­an ávinn­ing af sölu á hlut í Bú­sæld ráða gjörðum sín­um. Og hver væri þá ávinn­ing­ur Þór­ar­ins ef hann hefði selt hlut sinn í Bú­sæld, sem hann ætl­ar reynd­ar ekki að gera, til KS sam­hliða kaup­um þeirra á meiri­hluta hluta­fjár í Kjarna­fæði/​Norðlenska?“

Steinþór bendir á að Þór­ar­inn og kona hans eigi 0,6% af hluta­fé í Bú­sæld sem er að nafn­verði 2,8 m.kr.

„Þessi hlut­ur var keypt­ur með hluta af inn­leggsverði yfir margra ára tíma­bil. Með öðrum orðum þá greiddu þau hjón 2,8 m.kr. fyr­ir þenn­an hlut og má hóf­lega reikna ofan á kaup­verðið fjár­magns­kostnað til margra ára af 2,8 m.kr. sem a.m.k. 0,8 m.kr. Þeim stóð til boða að selja KS þenn­an hlut á geng­inu 2,2 sem ger­ir þá 6,2 m.kr. Og má því ef til vill segja að hagnaður, ef hlut­ur­inn hefði verið seld­ur, væri mis­mun­ur­inn sem er 2,6 m.kr. Hlut­ur Þór­ar­ins af því væri 1,3 m.kr.“

Steinþór spyr síðan:

„Held­ur virki­lega ein­hver að þingmaður, hver sem væri, selji stuðning sinn við laga­breyt­ingu fyr­ir rúma eina millj­ón króna?“

Hann segir í lok greinar sinnar í Morgunblaðinu að það komi ekki á óvart að andstæðingar í stjórnmálum reyni að gera úr þessu spillingarmál og noti fjölmiðla sér vinveitta til þess.

„En það veld­ur mikl­um von­brigðum að sjá fjöl­miðil allra lands­manna, RÚV, vega ít­rekað að Þór­arni og af­hjúpa þannig óvönduð vinnu­brögð. Valdi fylg­ir ábyrgð og afurðastöðvar, sem munu nýta sér heim­ild­ir til hagræðing­ar og sam­starfs, verða að sýna að það skili bænd­um og neyt­end­um ávinn­ingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg