fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð leggur til að veðmál verði leyfð á Íslandi með upptöku starfsleyfa í stað sérleyfa og banna. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi veðmálastarfsemi á Íslandi. Með slíkum breytingum væri hægt að afla aukinna skatttekna án neikvæðra áhrifa núverandi sérleyfishafa, hægt sé að tryggja framfarir í atvinnufrelsi, viðskiptaháttum og forvörnum. Núverandi fyrirkomulag sé ekki að ná markmiði sínu, að sporna við veðmálum, heldur aðeins að ýta Íslendingum að veðmálastarfsemi hjá erlendum aðilum sem ekki greiða skatt hér á landi.

Viðskiptaráð rekur að þrátt fyrir smæð Íslands þá sé veðmálamarkaðurinn hér hlutfallslega stór og velti hann um 20 milljörðum á seinasta ári. Markaðnum megi skipta í fjóra flokka: spilakassa, happdrætti, íþróttaveðmál og spilavíti. Allir flokkarnir séu bannaðir öðrum en þeim sem hafa hlotið sérleyfi frá stjórnvöldum.

Þó svo að miklar takmarkanir séu á veðmálastarfsemi á Íslandi þá eyði fáar þjóðir jafn miklu í veðmál og Íslendingar, en Íslendingar hafi veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja á síðasta ári. Ljóst sé að ströng nálgun stjórnvalda hafi ekki skilað þeim árangri sem henni var ætlað og stór hluti spilara stundar nú veðmál í gegnum erlendar vefsíður.

Engir skattar eru lagðir á veðmálastarfsemi og þeir sem hafa fengið gefin út sérleyfi starfa sem almannaheillafélög og eru undanþegnir tekjuskatti lögaðila. Erlendir rekstraraðilar greiði ekki skatt hér á landi og að auki eru veðmál undanþegin virðisaukaskatt og vinningar spilara skattfrjálsir.

Viðskiptaráð rekur að flest Evrópuríki hafi tekið upp starfsleyfi í stað sérleyfa. Þar með geti allir sem uppfylla skilyrði slíkra leyfa hafið veðmálarekstur, en á sama tíma geti stjórnvöld mótað umgjörð og sett starfseminni skorður t.d. hvað varðar skattgreiðslur, hvað auglýsingar, forvarnir eða viðskiptahætti varðar.

Viðskiptaráð leggur til að vinningar, sem í dag eru greiddir skattfrjálst til spilara, verði enn skattfrjálsir en aðrir vinningar verði skattskyldir. Starfsleyfum fylgi svo kvöð um að greiða sérstakan veðmálaskatt af spilatekjum, en Viðskiptaráð telur að tillögur þeirra geti skilað um 5 milljörðum króna í ríkiskassann á ári í formi viðbótarskatttekna.

Samhliða nýju starfsleyfa-kerfi verði sérleyfin lögð niður. Áfram verði stutt við almannafélög sem í dag njóta meðgjafar í formi sérleyfa.

„Að mati ráðsins er tímabært að hverfa frá stefnu takmarkana og banna og fylgja grannríkjum okkar þegar kemur að lagalegri umgjörð veðmálastarfsemi. Tillögur Viðskiptaráðs auka atvinnufrelsi og jafnræði þegar kemur að veðmálastarfsemi. Þær auka einnig skatttekjur ásamt því að gera stjórnvöldum kleift að setja veðmálastarfsemi skorður sem tryggja heilbrigða viðskiptahætti og forvarnir. Hér er til mikils að vinna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Má ekki heita Álft því orðið hefur „neikvæða og óvirðulega merkingu“

Má ekki heita Álft því orðið hefur „neikvæða og óvirðulega merkingu“
Fréttir
Í gær

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði
Fréttir
Í gær

Ingvar Smári gagnrýnir viðbrögð Helga Magnúsar – „Sumum störfum fylgja fórnir og það er óþarfi að fara í einhvern feluleik með það“

Ingvar Smári gagnrýnir viðbrögð Helga Magnúsar – „Sumum störfum fylgja fórnir og það er óþarfi að fara í einhvern feluleik með það“
Fréttir
Í gær

Stofna samtök gegn óþarfa flugi á Reykjavíkurflugvelli – „Fólk er búið að fá nóg“

Stofna samtök gegn óþarfa flugi á Reykjavíkurflugvelli – „Fólk er búið að fá nóg“