fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. september 2024 09:53

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Hagar Wine og Hagkaups. Munu viðskiptavinir geta sótt áfengið í Hagkaup í Skeifunni eða fengið það sent í Dropp-box.

Þetta kemur fram að í fréttatilkynningu til fjölmiðla.

„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð”, segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í tilkynningunni.

Fyrirkomulag sölu verður á þann hátt að vörur eru keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups tekur svo til þær vörur og kemur þeim í “Dropp” box í þjónustuborði verslunarinnar.

Í tilkynningunni kemur fram að ef verslað er á tímanum 12 til 21 sé reiknað með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu er hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending tekur lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þarf aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta.

Í tilkynningunni kemur fram að strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og er þannig leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun:

  • Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana
  • Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni – Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi
  • Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern

Bent er á það að netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi. Hún sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis.

Í tilkynningunni er tekið fram að Veigar netverslun sé í eigu Hagar Wine B.V., dótturfélags Haga hf. Verslunin er starfrækt í Hollandi og lýtur þeim lögum og reglum sem gilda innan EES. Félagið skilar viðeigandi sköttum og gjöldum vegna sölunnar á Íslandi og eru Hagar hf. umboðsaðili félagsins í virðisaukaskatti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot