Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að í átökum þriggja ungmenna fyrr í dag hafi eitt þeirra dregið upp hníf.
Tilkynnt var um að ungmennin væru að slást í hverfi 104 í Reykjavík sem er Langholtshverfið. Einnig kom fram í tilkynningunni að einn aðilinn á vettvangi væri með hníf. Sá var sagður hafa dregið upp hníf og þegar það gerðist hafi hin ungmennnin hlupið af vettvangi og kastaði ungmennið með hnífinn honum þá í átt að þeim sem hlupu burt en kastið geigaði.
Í tilkynningunni segir að málið sé í rannsókn hjá lögreglunni með aðkomu barnaverndar Reykjavíkur og forráðamanna ungmennanna.