fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 08:00

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að launafólk þurfi að sýna stjórnvöldum aðhald og vera betur upplýst um hvernig ríkið fer með skattfé þess.

Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í dag en tilefnið er nýtt fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með 41 milljarðs króna halla á næsta ári samanborið við 57 milljarða króna halla í ár.

Vilhjálmur segir það ekki ganga til lengdar að ríkissjóður sé rekinn með halla ár eftir ár. Eðlilegt sé að stjórnvöld reyni að gæta aðhalds og koma í veg fyrir hvernig báknið hefur blásið út.

Vilhjálmur gagnrýnir sérstaklega þá ákvörðun að ekki megi lengur ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán. Tíu ár eru liðin síðan fólk gat byrjað að nýta sér séreignarsparnað sinn til að lækka höfuðstól húsnæðislána og hefur stór hópur fólks notið góðs af því. En ekki er gert ráð fyrir því í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár og mun heimildin aðeins gilda fyrir fyrstu kaupendur.

„Þetta hefur reynst millitekjufólki gríðarlega vel við að lækka höfuðstólinn og fjölmargir hafa nýtt sér þetta. Og mér finnst það dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta,“ segir hann við Morgunblaðið og hvetur um leið stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri