fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Fyrrverandi þingmaður um kappræðurnar: „Hef sveiflast milli sorgar og skammar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 09:14

Samsett mynd: DV/Gettty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef horft á þessar kappræður nú í þrjú korter og hef sveiflast milli sorgar og skammar og ekki í eina mínútu fundið fyrir áhuga eða virðingu fyrir þessum tveim frambjóðendum.“

Þetta sagði Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, í pistli sem hann birti í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands í tilefni af kappræðum Kamölu Harris og Donald Trump sem fóru í beinni útsendingu í nótt.

Þór þekkir bandarísk stjórnmál ágætlega, en hann er fæddur í Bandaríkjunum og hefur verið þar samfleytt í um sautján ár við nám og vinnu og ferðast víða. Hann afsalaði sér svo bandaríska ríkisfanginu árið 2003 eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak.

Skiptir litlu fyrir umheiminn en miklu fyrir Bandaríkjamenn

Í pistli sínum segir hann að það skipti umheiminn líklega litlu máli hvort Kamala Harris eða Donald Trump verði forseti.

„Kamilla mun halda áfram morðóðri og rasískri utanríkisstefnu Bandaríkjanna og halda áfram að leiða hörmungar yfir almenna borgara í hverju því landi heims sem henni finnst þörf á. Stríð við Íran og jafnvel Rússland eru á dagskrá. Trump mun líklega halda áfram á svipuðum nótum, en er þó samt algerlega óútreiknanlegur í utanríkismálum.“

Þór segir það aftur á móti skipta Bandaríkjamenn miklu hvort Trump eða Harris verði forseti.

Trump er með agenda (Project 2025) sem mun afnema það litla lýðræði sem þó eftir er í landinu, takmarka verulega öll borgaraleg réttindi og koma á einhvers konar útgáfu af fasisma. Þess vegna skiptir það miklu máli fyrir Bandaríkjamenn sjálfa að Kamilla sigri þessar kosningar og þótt Bandaríkin eigi ekki langt eftir sem sambandsríki allra fimmtíu ríkjanna mun kjör Kamillu hugsanlega (ef hún verður farsæll forseti) ná að forða sambandsríkinu frá upplausn, eða alla vega fresta því.“

Telur að Bandaríkin muni bútast niður

Þór segir engan vafa leika á því að kjör Trumps yrði algjör hryllingur en jafnvel þótt hann tapi hafi um helmingur bandarískra kjósenda sannfæringu fyrir manninum, manni sem allir sem vilja sjái að er algjörlega óhæfur til að gegna nokkru embætti.

„Þessi fjöldi Bandaríkjamanna sem mun halda áfram að vera til og mun ásamt Repúblikunum í fylkisþingum líklega ekki gefast upp fyrr en þeim tekst að búta sambandsríkið í smærri hluta. Texas fer sína leið fyrst og svo sameinast „líkt þenkjandi“ ríki saman í smærri ríkjasambönd,“ segir Þór ómyrkur í máli og bætir við að Bandaríkin sem slík séu einfaldlega búin að vera. Þau hafi tapað öllum trúverðugleika út á við og hafi rotnað inn í merg innan frá vegna „ónýts lýðræðisfyrirkomulags“ þar sem vilji almennings nær ekki í gegn.

„Það er nefnilega grundvallaratriði að muna að lýðræði snýst um meira en bara það að fá að kjósa á nokkurra ára fresti. Það snýst um lögmæti þeirra sem fara með umboðið sem kjósendur veita þeim og að rödd sem flestra kjósenda heyrist. Í því fyrirkomulag sem er í Bandaríkjunum (og reyndar Bretlandi líka) er nefnilega útilokað að raunverulegur vilji almennings nái fram að ganga þar sem stór hluti, allt að 49%, sem greiða atkvæði í kosningum geta auðveldlega verið útilokuð frá því að eiga fulltrúa á þjóðþinginu. Eins og einhver sagði. Við lifum óvenjulega tíma,“ segir Þór að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Einn hefur játað sök – Sótti 12,4 milljónir í reiðufé á bifreiðaverkstæði

Stóra fíkniefnamálið: Einn hefur játað sök – Sótti 12,4 milljónir í reiðufé á bifreiðaverkstæði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fimmtán ára drengur stakk mann á þrítugsaldri með hnífi

Fimmtán ára drengur stakk mann á þrítugsaldri með hnífi
Fréttir
Í gær

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Í gær

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins
Fréttir
Í gær

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur