fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Erfðamálið á borð lögreglunnar og héraðssaksóknara – Systkinin fjögur sökuð um að nýta sér heilsubrest foreldranna

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. september 2024 15:00

Málið var kært vorið 2022 til Héraðssaksóknara sem sendi það til lögreglurannsóknar. DV/Maggi Gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptastjóri í stóru erfðamáli fyrrverandi eigenda í Stálskipum kærði fjögur systkini sem höfðu fengið fyrirframgreiddan arf og var málið rannsakað hjá lögreglu. Málið er nú á borði Héraðssaksóknara.

DV fjallaði ítarlega um erfðamál í gær þar sem barnabörn töpuðu einkamáli fyrir fjórum föðursystkinum sínum. Höfðu þau gert kröfu upp á rúmlega 200 milljónir króna vegna arfs sem hefði átt að koma í þeirra hlut í gegnum látinn föður þeirra sem var bróðir systkinanna fjögurra.

Héraðsdómur og Landsréttur komust að þeirri niðurstöðu að þó svo að arfinum hafi verið misskipt séu ekki til lagaheimildir sem skikki fólk til endurgreiðslu arfsins.

15 prósent í Stálskip

Um er að ræða mikla fjármuni. Erfðamálið kom upp eftir andlát hjónanna Þorsteins Sigurðssonar og Írisar Drafnar Kristjánsdóttur, sem áttu 15 prósent í útgerðarfélaginu Stálskipum í Hafnarfirði. Eignir þeirra voru verðmetnar á meira en 1,5 milljarð króna. Áttu þau sex börn en tvö eru nú dáin, annað þeirra niðjalaust.

Tvær dætur þeirra fóru með fjárhagslegt umboð foreldra sinna frá árinu 2015 en Þorsteinn dó tveimur árum seinna og Íris árið 2020. Frá árinu 2010 hafði verið úthlutað fyrirframgreiddum arfi til systkinanna fimm, en haldið var sérstaklega utan um fjármál eins bróðurins vegna veikinda hans.

Í seinni úthlutunum arfsins var aðeins greitt til fjögurra systkina og fengu þau því 365 milljónir króna hvert en bróðirinn áðurnefndi aðeins 112. Þessi bróðir lést árið 2019 en átti tvö börn sem gerðu kröfu í dánarbúið og á hendur föðursystkinum sínum.

Fjórar greinar

Eins og áður segir hefur verið í gangi einkamál fyrir dómstólum. En á sama tíma hefur líka verið opinbert mál til rannsóknar hjá lögreglu. Það var skiptastjórinn sem kærði systkinin fjögur til héraðssaksóknara þann 2. maí árið 2022 og óskaði eftir því að færi fram rannsókn á því hvort þau hefðu gerst brotleg við 247., 248., 249. og 253. greinar almennra hegningarlaga. En heilsu Þorsteins og Írisar hafi farið mjög hrakandi á þeim tíma þegar arfurinn var greiddur út.

Sjá einnig:

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Í umræddum hegningarlagagreinunum er fjallað um fjárdrátt, að nýta sér óljósa hugmynd manneskju um atvik til að hafa af henni fé, að misnota aðstöðu sína við fjárreiður annarra og að nota nóta bágindi eða fákunnáttu einhvers sem er manni háður til að afla sér hagsmuna með löggerningi.

„Skiptabeiðendur [börn hins látna bróður] byggja kröfu sína um opinbera rannsókn á því að ráðstafanir föðursystkina þeirra hafi farið gegn ákvæðum erfðalaga og gegn ákvæðum erfðaskrárinnar. Verknaður þeirra feli enn fremur í sér brot á ofangreindum ákvæðum hegningarlaga. Hann hafi verið framinn gegn betri vitund og með fullum ásetningi til þess að hafa af föður þeirra og síðar þeim, réttmætan arfshluta þeirra eftir afa þeirra og ömmu. Þau hafi með þessum gerningi tekið til sín 214.120.000 krónur sem þau áttu ekki tilkall til. Um stórkostlega mismunun sé að ræða og auðgunartilgangur þeirra augljós,“ segir í kæru skiptastjóra sem DV hefur undir höndum.

Sjúkraskýrslur til rannsóknar

Kæran hefur tekið nokkra snúninga hjá saksóknara. Var málið sent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem rannsakaði málið og sendi aftur til héraðssaksóknara.

Þá komu hins vegar fram ný gögn, sjúkraskýrslur Þorsteins og Írisar, sem ollu því að saksóknari bað lögreglu að rannsaka málið á ný og hefur það því tafist. Nú er hins vegar málið aftur komið inn á ákærusvið hjá embætti héraðssaksóknara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns