fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Hressileg vaxtahækkun verðtryggðra íbúðalána hjá Arion

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðtryggðir útlánavextir Arion voru hækkaðir hressilega í dag samkvæmt tilkynningu á vef bankans.

Hvað íbúðalán varðar þá hækka verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,6 prósentustig og verða 4,64% en verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,74%.  Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka svo um 0,75 prósentustig og verða 6,2%.

Samkvæmt tilkynningu má rekja hækkunina vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar, en bankinn ákveður ávöxtunarkröfuna sjálfur. Segir ennfremur í tilkynningu:

„Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar.

Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Einn hefur játað sök – Sótti 12,4 milljónir í reiðufé á bifreiðaverkstæði

Stóra fíkniefnamálið: Einn hefur játað sök – Sótti 12,4 milljónir í reiðufé á bifreiðaverkstæði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fimmtán ára drengur stakk mann á þrítugsaldri með hnífi

Fimmtán ára drengur stakk mann á þrítugsaldri með hnífi
Fréttir
Í gær

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt

Barnabörnin töpuðu fyrir föðursystkinum sínum – Einum og hálfum milljarði úthlutað sem fyrirframgreiddum arfi og búið tómt
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Í gær

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins
Fréttir
Í gær

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur

Mannlíf sektað fyrir að auglýsa áfengi og nikótínvörur