fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 08:11

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, félags sem annast innheimtu á ýmsum tegundum krafna, segir að alvarleg vanskil einstaklinga og fyrirtækja á öðrum kröfum en fasteignalánum hafi aukist verulega það sem af er ári.

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag og vísar í gögn frá Motus þar sem fram kemur að alvarleg vanskil hafi aukist um 20,1% hjá einstaklingum það sem af er ári samanborið við 6,5% hjá fyrirtækjum.

Þetta stangast á við það sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á síðasta kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans á dögunum þegar nefndin ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%.

„Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði Ásgeir á fundinum eins og fjallað var um á vef Vísis þann 21. ágúst síðastliðinn.

Motus hefur góða yfirsýn yfir vanskil einstaklinga og fyrirtækja og nefnir Brynja í Morgunblaðinu að fyrirtækið sjái stærri mynd en ef bara er horft á fasteignalánin. „Við erum líka alltaf að horfa á vanskil í rauntíma og sjáum breytingar töluvert á undan þeim sem eru að horfa á birtar hagtölur,“ segir Brynja við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin