fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

PLAY flýgur til Pula í Króatíu og fjölgar ferðum til Split

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Fyrstu flugið verður laugardaginn 31. maí 2025 og verður flogið einu sinni í viku fram til 16. ágúst.

Þetta er annar áfangastaður Play í Króatíu. Play hefur flogið einu sinni í viku til Split í ár og mun sú áætlunstanda út október í ár. Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að sá áfangastaður hafi fengið góðar undirtektir og hafi verið tekin sú ákvörðun að fjölga ferðum til Spli í tvisvar sinnum í viku á næsta ári, réttara sagt frá 14. apríl og fram til loka október 2025.

 

Borgin Pula er við Adríahafsströndina en hún einkennist af fallegum ströndum, líflegri menningu og mögnuðum fornminjum. Pula hentar því jafnt þeim sem sækjast eftir slökun og endurheimt og þeim sem vilja ævintýralegar gönguferðir og líflegt næturlíf.

 

Split býður einnig upp á möguleikann á ljúfri strandarferð við Adríahafið og í rétt undan ströndum beggja borga er að finna skemmtilegar eyjar með fjölbreyttu lífríki.

 

Þá mun PLAY einnig bjóða upp á þrjár ferðir til Zagreb í Króatíu í janúar. Ferðirnar þrjár eru allar á dagskrá í tengslum við leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins.

 

„Við bætum enn einum glæsilegum sólarlandaáfangastaðnum við leiðakerfið okkar. Íslendingar tóku vel í Split og því er rökrétt ákvörðun að bjóða upp á aðra perlu í Króatíu. Þetta eru gríðarlega fallegir áfangastaðir sem við trúum að muni heilla Íslendinga. Við höfum státað okkur af því að vera með eina glæsilegustu sólarlandaáætlun sem fyrirfinnst og Pula mun án efa laða marga að,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórarinn líka fengið nóg: „Alltaf skal almenningur sitja í súpunni“

Þórarinn líka fengið nóg: „Alltaf skal almenningur sitja í súpunni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins
Fréttir
Í gær

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“

Hnífstungumálið í Vesturbænum: Örn neitar sök – „Ég man að ég var að flýja“
Fréttir
Í gær

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað

Skutu neyðarblysum á loft fyrir utan veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á erlendan ferðamann og hann rændur

Ráðist á erlendan ferðamann og hann rændur