fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Ingvar Smári gagnrýnir viðbrögð Helga Magnúsar – „Sumum störfum fylgja fórnir og það er óþarfi að fara í einhvern feluleik með það“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. september 2024 16:00

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari og Ingvar Smári Birgisson lögmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Ingvar Smári Birgisson segir viðbrögð Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sitja í sér eftir ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, um að hann myndi halda starfinu. Embættismenn eigi ekki að hafa sama tjáningarfrelsi og aðrir.

Ingvar Smári, sem er fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherrans Jóns Gunnarssonar, segir í færslu á samfélagsmiðlum að hann sé sammála ákvörðun Guðrúnar. Augljóst hafi verið að hún hafi ekki getað tekið neina aðra ákvörðun án þess að stíga á jarðsprengju í leiðinni.

Þá segir hann að fólk eigi að tempra væntingar sínar hvað varðar tíman sem það tók fyrir ráðherra að taka ákvörðunina. Eðlilegur afgreiðslutími sé 2 til 4 vikur og miklir hagsmunir séu undir.

Guðrún ákvað að verða ekki við beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að veita Helga Magnúsi tímabundið lausn frá störfum sínum vegna ummæla um útlendinga. Að mati Guðrúnar voru ummæli hans óviðeigandi en horfa hafi þurft til þess að þau hafi verið látin falla við sérstakar aðstæður, það er hótanir í hans garð og fjölskyldu hans.

Helgi Magnús fagnaði ákvörðuninni og sagðist stoltur að hafa staðið með sér og tjáningarfrelsinu. Hann sagðist hins vegar ekki ánægður með rökstuðning Guðrúnar.

Ekki eins og aðrir borgarar

„En það er eitt í viðbrögðum Helga Magnúsar í dag sem situr í mér og þó styð ég tjáningarfrelsi eins mikið og menn geta gert. Hann virðist upplifa það sem hluta af sínu tjáningarfrelsi að litlar sem engar hömlur fylgi æviskipun sinni sem vararíkissaksóknari. Hann sé í raun bara í sömu stöðu og við hin, sem erum ekki æðstu handhafar ákæruvalds. Því fer fjarri,“ segir Ingvar Smári.

Sjá einnig:

Guðrún veitir Helga Magnúsi ekki lausn úr embætti – Ummælin hafi hins vegar grafið undan trúverðugleika embættisins

Segir Ingvar Smári því algjörlega ósammála að æviráðnir embættismenn eins og dómarar, ríkissaksóknarar og vararíkissaksóknarar eig að hafa sama tjáningarfrelsi og aðrir borgarar.

„Þarna er um að ræða fólk sem hefur fengið æviráðningu og svo gott sem helgað sig því að vera faglegir embættismenn, hverra hlutleysi þarf að vera algjört,“ segir Ingvar Smári. „Sumum störfum fylgja fórnir og það er óþarfi að fara í einhvern feluleik með það. Það er jafn mikilvægt að þessir einstaklingar séu hlutlausir eins og að þeir líti út fyrir að vera hlutlausir. Allt annað grefur til lengri tíma undan dóms- og réttarkerfinu.“

Dómarar skrifi ekki skoðanapistla

Nefnir hann sem dæmi að ef dómarar væru ítreka að skrifa skoðanapistla og kasta fram sleggjudómum á Facebook um málefni líðandi stundar. Það myndi eðlilega valda miklu havaríi.

„Það er mjög eðlileg krafa að æðstu embættismenn þjóðarinnar sem eru æviráðnir og gegna gríðarlega mikilvægum embættum hagi sér með ákveðnum hætti,“ segir Ingvar Smári. „Við gerum meiri kröfur til þessa fólks því að orð þeirra og aðgerðir endurspegla kerfið í heild sinni, kerfi sem er hornsteinn í þjóðskipulaginu okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi