fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fréttir

Nýr biskup vígður – „Starfið í Þjóðkirkjunni er því eitt best geymda leyndarmálið á Íslandi“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 1. september 2024 15:25

Guðrún Karls Helgudóttir í vígslupredikun sinni. Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Karls Helgudóttir var vígð sem biskup Íslands við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju nú fyrir stundu. Guðrún er þriðja konan sem gegnir þessu æðsta embætti Þjóðkirkjunnar en fráfarandi biskup, AgnesM.  Sigurðardóttir, vígði hana inn í embættið.

Í vígslupredikun sinni fjallaði nýr biskup um nafnlausa konu í Biblíunni og líkti henni við Þjóðkirkjuna sem vinni verk sín iðulega kyrrþey og auglýsi ekki góðverk sín.

Agnes M. Sigurðardóttir vígði nýjan biskup. Skjáskot/RÚV

„Jesús var enginn „pr“ maður. Hann var ekki að hugsa um markaðssetningu, samskiptastefnu eða kynningarmál. Hann boðaði fagnaðarerindið og vann sín verk, oft í kyrrþey, uppi á fjöllum, inni í bæjum, í kirkjum (samkunduhúsum) og á heimilum. Hann bað fólk stundum að tala ekki um kraftaverkin en fagnaðarerindið mátti berast. Hann vissi hvað skipti máli; það var kærleiksboðskapurinn og ekkert annað. Hann vissi væntanlega einnig að það gat verið hættulegt fyrir hann að orðspor hans færi of víða því það ógnaði mörgum,“ sagði Guðrún.

Benti hún á að með sama hætti eigi góð kristin manneskja að vinna verk sín í auðmýkt og kyrrþey og eigi sannarlega ekki að auglýsa góðverkin. Þau eigi að vera sjálfsögð og í nafni Guðs en ekki okkar eigin.

Þjóna fólki en segja ekki frá því

„Þennan boðskap hefur Þjóðkirkjan tekið alvarlega. Við höfum lagt okkur fram um að þjóna Guði og fólki vel en ekki verið að segja svo mikið frá því. Starfið í Þjóðkirkjunni er því eitt best geymda leyndarmálið á Íslandi. Við höfum ekki viljað vera að trana okkur fram heldur vinna verkin í hljóði. Og þegar við verðum fyrir aðkasti erum við áfram prúð og stillt, vinnum okkar verk og leiðréttum ekki misskilninginn,“ sagði Guðrún.“

Lagði hún þó áherslu á að meðlimir Þjóðkirkjunnar væru stoltir af starfinu sem unnið er innan veggja kirkjunnar.

„Það er þó svo að þegar við segjum frá mikilvægu starfi kirkjunnar, kærleiksþjónustunni, sálgæslunni, þjónustunni við syrgjendur og frá öllum þeim fjölda sem sækir kirkju á gleði og sorgarstundum. Þegar við segjum frá helgihaldinu, tónlistarstarfinu og barnastarfinu þá eru við ekki að hreykja okkur sjálfum upp. Við erum ekki að berja okkur persónulega á brjóst og gera okkur breið. Við megum vera stolt af kirkjunni okkar og við eigum að vera stolt af verki Guðs. Því þá erum við stolt af því að fá að þjóna Guði í kærleika og leggja örlítið af mörkum til þess að gera heiminn betri. Þeim mun fleiri sem þekkja til kærleiksþjónustu kirkjunnar, þeim mun fleiri fá að njóta hennar og vera hluti af henni,“ sagði nýr biskup meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís segir Auði vera á villigötum og slengja fram órökstuddum fullyrðingum

Ásdís segir Auði vera á villigötum og slengja fram órökstuddum fullyrðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrýsta á lífeyrissjóðina vegna áforma Hagkaupa um áfengissölu – „Gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög“

Þrýsta á lífeyrissjóðina vegna áforma Hagkaupa um áfengissölu – „Gerum við auknar kröfur á að fyrirtæki af þessu kalíberi virði landslög“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári gáttaður á verðinu eftir að hafa stokkið glorsoltinn inn á hamborgarastað

Gunnar Smári gáttaður á verðinu eftir að hafa stokkið glorsoltinn inn á hamborgarastað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“