Talað hefur verið um það í nokkra daga að gos geti hafist á hverri stundu en svipað magn kviku eftir safnast undir Svartsengi og þegar síðast gaus á svæðinu.
En hvernig verður atburðarásin að þessu sinni?
Þorvaldur svarar því til í samtali við Morgunblaðið að hann reikni með að næsta gos verði mjög sambærilegt þeim síðustu.
„Það byrjar kannski með einhverjum látum en dettur síðan fljótt niður,“ segir Þorvaldur sem á von á því að gosið komi upp á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu við Stóra-Skógfell.
Hann telur afar ólíklegt að gosið byrji inni í Grindavík en vissulega geti hraun runnið í átt að bænum og farið yfir varnargarða. „Það getur líka gerst eins og gerðist 14. janúar að syðsti endi sprungunnar nái það langt að hann fari í gegnum varnargarðana og síðan renni kvika eftir grunnum sprungum og komi kannski upp aðeins neðar,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið.