fbpx
Laugardagur 10.ágúst 2024
Fréttir

Skjálftavirkni heldur áfram að aukast: „Getur ekki verið mjög langt í að eitthvað fari í gang“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 13:15

Benedikt segir líkur á að það fari að draga til tíðinda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smáskjálftavirkni á Reykjanesskaganum heldur áfram að aukast og fara líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi vaxandi. Þetta kemur fram í uppfærðu mati Veðurstofu Íslands á stöðu mála.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að um 300 skjálftar hafi mælst frá því síðastliðinn mánudag en allt eru þetta skjálftar undir 2,0 að stærð.

„Aflögunargögn og líkanreikningar sýna að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi er svipuð og síðustu daga. Þessi gögn sýna merki um það að kvikuþrýstingur sé áfram að aukast og er þetta svipuð þróun eins og vikurnar fyrir undanfarin kvikuhlaup og eldgos.“

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við DV að það styttist í eldgos með hverjum klukkutímanum sem líður.

„En það er spurning hvað við þurfum að bíða lengi en þetta lítur nú ekki út fyrir að eiga langt eftir,“ segir Benedikt og nefnir hratt vaxandi skjálftavirkni og þá staðreynd að landris hafi haldið áfram en þó hægar en áður.

Benedikt segir ómögulegt að segja hvenær mögulegt eldgos hefst. Það geti gerst í dag eða um helgina og svo geti biðin orðið enn lengri. „Þetta lætur stundum bíða eftir sér en það getur ekki verið mjög langt í að eitthvað fari í gang,“ segir hann.

Aðspurður hvort meiri hætta sé á kröftugum atburði eftir því sem lengri tími líður segir Benedikt að það sé ein sviðsmynd sem þurfi að hafa í huga.

„Það er ekki víst en byrjunin gæti orðið öflugri og það gæti orðið meiri heildarhraunrúmmál, þannig að það er alveg smá áhyggjuefni. Það er ekkert víst að það verði en við verðum að vera tilbúin að svo verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsvarsmenn hótelsins með veggjalýsnar svara – „Líklega komu fyrri gestir með þetta í ferðatöskum sínum“

Forsvarsmenn hótelsins með veggjalýsnar svara – „Líklega komu fyrri gestir með þetta í ferðatöskum sínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spá hruni mikilvægs hafstraums – Loftslagið á norðurhveli gæti orðið eins og í Alaska

Spá hruni mikilvægs hafstraums – Loftslagið á norðurhveli gæti orðið eins og í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný húðskammar Patrik: „Segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar“

Guðný húðskammar Patrik: „Segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er auðvelt að hoppa á græðgisvagninn gagnvart svona tölum“

„Það er auðvelt að hoppa á græðgisvagninn gagnvart svona tölum“