fbpx
Miðvikudagur 07.ágúst 2024
Fréttir

Úkraínumenn ætluðu að ráða Pútín af dögum – Rússar báðu Bandaríkjamenn að grípa inn í

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 04:10

Pútín og hans fólk leitaði til Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir banatilræðið. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. júlí héldu Rússar „Dag flotans“ hátíðlegan en áður en það kom að stóra deginum hafði rússneska leyniþjónustan komist á snoðir um fyrirætlanir Úkraínumanna um að ráða Vladímír Pútín, forseta, af dögum þegar hann yrði viðstaddur skrúðgöngu í St Pétursborg.

Slíkt tilræði hefði orðið til þess að Rússland og Bandaríkin hefðu lent deilum sem hefði ekki verið hægt að ná tökum á. Þetta segir rússneska ríkissjónvarpsstöðin Rossiya 1 sem gaf um leið í skyn að þetta hefði leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar.

Stöðin ræddi við Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra, sem sagði að þessi áætlun Úkraínumanna sé „algjört brjálæði“. Daily Mail skýrir frá þessu.

Pútín var viðstaddur skrúðgönguna ásamt Andrei Belusov, varnarmálaráðherra. Upplýsingar rússnesku leyniþjónustunnar hljóðuðu upp á að Úkraínumenn ætluðu að drepa þá báða.

Sextán dögum fyrir hátíðisdaginn hringdi Belousov í Lloyd Austin, bandaríska starfsbróður sinn, og átti virkilega erfitt samtal við hann að sögn Olga Skabeeva, áróðursmeistara rússneskra stjórnvalda og sjónvarpskonu. Hún sagði að Belousov hafi sagt eitthvað við Austin sem varð til þess að Bandaríkjamenn gripu inn í atburðarásina.

Hún sagði að ef áætlun Úkraínumanna hefði tekist, hefði það leitt til stjórnlausra átaka Rússa og Bandaríkjamanna.

Rússar töldu líklega að Bandaríkjamenn vissu af áætlunum Úkraínumanna og óttuðust að þeir væru flæktir í hana, þessu neitar bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon.

Ryabkov segir að Bandaríkjamenn hafi sett sig í samband við Úkraínumenn og stöðvað áætlun þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fann hundinn sinn eftir níu ára aðskilnað – „Þegar ég sagði nafnið hans hallaði hann höfðinu og starði á mig“

Fann hundinn sinn eftir níu ára aðskilnað – „Þegar ég sagði nafnið hans hallaði hann höfðinu og starði á mig“
Fréttir
Í gær

Pedro fékk þungan dóm – Svart, gúmmíkennt efni í ferðatöskunum

Pedro fékk þungan dóm – Svart, gúmmíkennt efni í ferðatöskunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Missti starfið eftir rifrildi um Meghan

Missti starfið eftir rifrildi um Meghan
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Bretland logar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“