fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Trump gefur því undir fótinn að forsætisráðherra Kanada sé sonur Fidel Castro

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 18:30

Donald Trump og Justin Trudeau á leiðtogafundi NATO árið 2019. Mynd/Dan Kitwood/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetafambjóðandi endurtók í viðtali sem birt var á mánudaginn samsæriskenningar um að Justin Trudeau, sem hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015, sé sonur hins látna fyrrum einræðisherra á Kúbu, Fidel Castro. Sagði Trump ekki beint að Trudeau væri sonur Castro en sagði að svo gæti verið. Engin innistæða er hins vegar fyrir slíkum fullyrðingum.

Þetta kemur fram í umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins CBC en sá sem tók viðtalið er ungur maður að nafni Adin Ross en hann birti það á  vinsælli Youtube-síðu sinni en tæplega fjórar og hálf milljón manna eru áskrifendur að síðunni. Ross heldur einnig úti öðrum síðum á ýmsum samfélagsmiðlum og vefsvæðum, meðal annars vinsælli síðu á Kick sem er vefsvæði þar sem notendur geta sent út myndefni í beinni útsendingu. Trump sagði í viðtalinu að yngsta barn hans, hinn 18 ára gamli Barron Trump, væri mikill aðdáandi Ross.

Ljóst er að Adin Ross er ansi vinveittur Trump en í viðtalinu má sjá Ross skarta derhúfu með þekktasta slagorði frambjóðandans: „make America great again.“ Ross sýndi í viðtalinu Trump myndir af meðal annars ýmsum þjóðarleiðtogum og bað hann um álit á viðkomandi. Einn leiðtoganna var Justin Trudeau. Um leið og myndin birtist sagði Trump:

„Þeir segja að hann sé sonur Fidel Casto og það gæti verið. Það er allt mögulegt í þessum heimi.“

Trump útskýrði hins vegar ekki nánar hverjir þessir „þeir“ eru.

Að lofa Castro

Það er hins vegar eins og áður segir ekkert á bak við slíkar fullyrðingar. Justin Trudeau er fæddur 1971 og er sonur Pierre Trudeau, sem var forsætisráðherra Kanada frá 1968-1979 og aftur frá 1980-1984, og þáverandi eiginkonu hans Margaret. Justin kom í heiminn fjórum árum eftir að móðir hans heimsótti Kúbu og hitti Castro en greint var frá ferð hennar í fjölmiðlum á þeim tíma.

Í umfjöllun CBC kemur fram að þessar samsæriskenningar um að Castro hafi verið faðir Justin Trudeau hafi fyrst sprottið fram á samfélagsmiðlum árið 2016 eftir dauða Castro en Trudeau mun hafa við það tækifæri lofað hinn látna einræðisherra Kúbu, sem olli hneykslunaröldu og blés lífi í samsæriskenningarnar.

Trump sem var forseti Bandaríkjanna frá 2017-2021 sagði í viðtalinu að honum og Trudeau semdi mjög vel en að hann væri ekki sammála stefnu forsætisráðherrans. Trump sagði að Trudeau hafi gerst full framsækinn og frjálslyndur fyrir sinn smekk og fullyrti að kanadíska þjóðin væri honum sammála um það.

Trump sagðist eiga von á því að öflugur leiðtogi kanadískra íhaldsmanna myndi leiða þá til sigurs í næstu kosningum og koma Trudeau frá völdum. Hann sagðist hins vegar ekki vita hvort kanadískir íhaldsmenn ættu slíkan leiðtoga. Trump virtist því ekki vera meðvitaður um hver leiðtogi kanadíska Íhaldsflokksins Pierre Poilievre er. Undir forystu Poilievre hefur Íhaldsflokkurinn haft forystu á flokk Trudeau, Frjálslynda flokkinn, í skoðanakönnunum í meira en ár. Næstu þingkosningar í Kanada munu fara fram í seinasta lagi í október á næsta ári og verði úrslitin eins og staðan er í könnunum núna mun Trump verða að ósk sinni um valdaskipti í nágrannaríkinu í norðri.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“