fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Reynir lýsir undarlegum samskiptum við lögregluþjón – „Hann treysti sér ekki til að handtaka mig“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 12:00

Reynir vildi að lögregluþjónninn gerði skýrslu um atvikið en það vildi hann ekki gera.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, lýsir undarlegri uppákomu í Mosfellsbæ þar sem hann var stoppaður af lögreglumanni, ranglega sakaður um að hafa verið að tala í farsíma í akstri.

Reynir segir í færslu á samfélagsmiðlum að þetta undarlega atvik hafi skeð á miðvikudag. Reynir var að tala í símann í handfrjálsum búnaði og taldi sig algerlega löglegan þegar hann sá sér til undrunar að lögreglubíll með blá ljós var að elta hann.

„Í fyrstu hélt ég að hann ætti erindi við annan ökumann en eftirfylgdin beindist gegn mér og löggan var fast á hælum mér,“ segir Reynir. „Ég var í símtali þegar atburðarásin hófst. Símtalið var að sjálfsögðu handfrjálst í gegnum útvarpskerfi bifreiðarinnar. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri með stöðu grunaðs manns bað ég viðmælandann um að slíta ekki símtalinu og vera til vitnis ef með þyrfti.“

Krafðist játningar

Að sögn Reynis var lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann ábúðarfullur og tilkynnti honum að hann væri grunaður um brot við að tala í farsíma í akstri. Reynir benti honum á að símtalið væri handfrjálst og bað viðmælanda sinn að gefa frá sér hljóð því til staðfestingar.

„Lögreglumaðurinn gaf sig samt ekki og sagði að hann og félagi hans hefðu séð mig með halda á farsíma og ákveðið að veita mér eftirför. Ég reiddist áburðinum og ítrekaði sakleysi mitt og sagði honum að hætta ruglinu og láta mig í friði,“ segir Reynir. „Hann krafði mig um ökuskírteini svo sem í hefndarskyni fyrir andófið. Hann fór svo í bifreið sína og tók sér góðan tíma til að skoða hvort réttindi mín væru í lagi. Svo kom hann ábúðarfullur aftur og krafðist þess enn að ég játaði á mig brot. Því var hafnað og ég skoraði á hann að taka málið lengra.“

Allan þennan tíma var viðmælandinn á línunni og fylgdist forviða með.

„Lögreglumaðurinn var greinilega kominn í bobba. Hann treysti sér ekki til að handtaka mig,“ segir Reynir.

Vildi ekki gera skýrslu

Eftir nokkuð þóf sagði lögreglumaðurinn að hann ætlaði að sleppa Reyni með tiltal. Reynir bað um númerið hans og skoraði á hann að gera skýrslu um meint athæfi sitt. Hann gæti ekki sætt sig við þetta. Því hafi lögreglumaðurinn hins vegar hafnað.

„„Farðu varlega,“ sagði hann að skilnaði og fór. Ég er enn að velta fyrir mér þeim orðum og hvaða skilning eigi að leggja í þau,“ segir Reynir að lokum. „Þessi samskipti við lögregluna eru afar undarleg og einkennast af yfirgangi. Auðvelt hefði verið að ljúka málinu á kurteislegum nótum í stað þess að halda áfram með rakalausan áburðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu