fbpx
Þriðjudagur 06.ágúst 2024
Fréttir

Hörður Torfa biður stjórn Samtakanna ´78 afsökunar á ummælum sínum – „Ég á mér engar málsbætur“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 17:30

Hörður segir að ummæli sín hafi verið notuð til að vinna gegn fólki og Samtökunum ´78. Mynd/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Hörður Torfason biður fyrrverandi stjórnarfólk Samtakanna ´78 afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla í viðtali við DV fyrir sex árum síðan. Ummælin lutu að meintri yfirtöku BDSM fólks á félaginu.

Hörður birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum síðdegis í dag. Er henni beint til Auðar Magndísar Auðardóttur, fyrrverandi framkvæmdastýru Samtakanna ´78, Hilmars Hildar Magnúsarsonar, fyrrverandi formanns, og stjórnar félagsins sem sat á þeim tíma sem viðtalið var tekið.

Vísar Hörður í viðtal sem var tekið í októbermánuði árið 2018 þar sem hann sagði Samtökunum ´78 hefði verið rænt af hópi BDSM fólks.

„Þetta er ekki rétt. Mér þykir miður að þessi orð mín hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum ´78,“ segir Hörður í færslunni. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann.“

Harðar deilur um BDSM aðild

Tilefni téðs viðtals, í helgarblaði DV þann 12. október 2018, var útgáfa Harðar á bókinni Bylting: Sagan sem breytti Íslandi. Sú bók fjallaði um búsáhaldarbyltinguna veturinn 2008 til 2009 og mótmælin sem Hörður skipulagði á Austurvelli og ollu því að ríkisstjórnin sagði af sér.

Bróðurpartur viðtalsins fjallaði um þessa tíma og þau áhrif sem byltingin hafði, bæði á Ísland og Hörð sjálfan. En einnig var vikið að Samtökunum ´78, sem hann stofnaði eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegum fordómum sem samkynhneigður maður á áttunda áratug síðustu aldar.

Helgarblað DV 12. október árið 2018.

Miklar deilur höfðu staðið yfir frá árinu 2016 vegna aðildar BDSM félags Íslands að samtökunum. Það er vegna þess að sumt fólk vildi ekki líkja baráttu BDSM fólks við baráttu samkynhneigðra. Var jafn vel talað um fjandsamlega yfirtöku og rifu sumir meðlimir skírteinin sín.

Ummæli Harðar um þetta voru eftirfarandi:

„Við vorum búin að byggja samtökin upp en síðan var þeim rænt af okkur. En hvert félag er í raun ekki annað en fólkið sem þar situr og það fólk hefur oft valið sér misgóða stjórnendur sem hafa gert mistök. Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ´78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“

Hefði átt að kanna upplýsingarnar betur

„Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hefði átt að kanna betur,“ segir Hörður í færslunni í dag. „Upplýsingum sem komu frá fólki sem hefur áratugum saman farið með ósannindi og rætni gegn bæði Samtökunum ´78 svo og einstaklingum sem hafa unnið að heilindum að málefnum þeirra.“

Ekki er að sjá annað en að afsökunarbeiðninni sé vel tekið. Á meðal þeirra sem þakka Herði fyrir eru fyrrverandi framkvæmdastýra og formaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi viðurkennir sök sína í frægu fréttamáli – Kom hræi bjarnarhúns fyrir í Central Park

Forsetaframbjóðandi viðurkennir sök sína í frægu fréttamáli – Kom hræi bjarnarhúns fyrir í Central Park
Fréttir
Í gær

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blóðug átök Gabríels við fangaverði – Sagður hafa notað úrið sitt sem hnúajárn

Blóðug átök Gabríels við fangaverði – Sagður hafa notað úrið sitt sem hnúajárn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklu hvassviðri og vatnsveðri spáð í Vestmannaeyjum í kvöld – Engar breytingar á dagskrá Þjóðhátíðar

Miklu hvassviðri og vatnsveðri spáð í Vestmannaeyjum í kvöld – Engar breytingar á dagskrá Þjóðhátíðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vara við auknum líkum á skriðuföllum á Austfjörðum

Vara við auknum líkum á skriðuföllum á Austfjörðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telja að kjarnorkutilraunir Frakka hafi valdið krabbameini íbúa

Telja að kjarnorkutilraunir Frakka hafi valdið krabbameini íbúa