fbpx
Þriðjudagur 06.ágúst 2024
Fréttir

Hefur setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði vegna atviks í Vesturbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 16:29

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ákærður hefur verið fyrir stórhættulega hnífstunguárás á mörkum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur, þann 20. janúar síðastliðinn, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn, nóttina sem árásin var framin.

Ákæra var gefin út gegn manninum þann 19. apríl og aðalmeðferð verður í máli hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. september næstkomandi. Lokað þinghald verður í málinu.

Gæsluvarðhald yfir manninum hefur ítrekað verið framlengt og núna hefur verið birtur nýr úrskurður Landsréttar þar sem úrskurður Héraðdóms Reykjavíkur er staðfestur, en þar er maðurinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst næstkomandi.

Atvikið vakti mikinn óhug er greint var frá því í fjölmiðlum skömmu eftir það. Árásin var fullkomlega tilefnislaus. Maðurinn var á gangi eftir akbraut á mörkum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Par sem var á gangi þar nálægt hafði orð á þessu við manninn og varaði hann við, þau bentu honum á að hann væri að stefna sjálfum sér í hættu. Hann brást við með því að ráðast á karlmanninn með hnífi. Samkvæmt lýsingu í ákæru málsins stakk hann hnífnum í vinstri öxl og hægri síðu brotaþola með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut opið sár á vinstri öxl, opið sár hliðlægt framanvert á brjóstkassa hægra megin og loft – og blóðbrjóst.

Árásarþoli lifði árásina af. Hann gerir kröfu um miskabætur upp á 5,2 milljónir króna. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að talið er að hann hefði látist af árásinni hefði hann ekki komist undir læknishendur svo fljótt sem raun bar vitni, en hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeildina.

Í rökstuðningi fyrir gæsluvarðhaldinu segir meðal annars í úrskurðinum:

„Rannsóknargögn bera með sér að ákærði hafi veist að brotaþola algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því að brotaþoli varð fyrir henni. Ákærði er borinn sökum um að hafa stungið brotaþola tvisvar sinnum, annars vegar í öxl og hins vegar í síðu, og er brotaþoli hafi lagt á flótta hafi ákærði reynt að hlaupa á eftir honum. Atlagan var stórháskaleg, áverkar brotaþola alvarlegir og hending ein réð því að ekki fór verr. Er það mat héraðssaksóknara að ákærði muni hljóta óskilorðsbundinn dóm verði hann fundinn sekur.

Byggt er á því að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika brotsins. Þykir brot ákærða vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og því sé óforsvaranlegt að ákærði gangi laus eins og sakir standa. Er það mat héraðssaksóknara að lausn ákærða myndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess falliðað valda hneykslun og óróa í samfélaginu að maður sem sterklega er grunaður um svo alvarlegt ofbeldisbrot gangi laus áður en málinu er lokið með dómi.“

Gæsluvarðhaldsúrskurðinn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum

Voldugur getnaðarlimurinn rústaði Ólympíudrauminum
Pressan
Í gær

Missti starfið eftir rifrildi um Meghan

Missti starfið eftir rifrildi um Meghan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklu hvassviðri og vatnsveðri spáð í Vestmannaeyjum í kvöld – Engar breytingar á dagskrá Þjóðhátíðar

Miklu hvassviðri og vatnsveðri spáð í Vestmannaeyjum í kvöld – Engar breytingar á dagskrá Þjóðhátíðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Kamala Harris á sér sögu um framhjáhald

Eiginmaður Kamala Harris á sér sögu um framhjáhald
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Húsvíkingar óttast að stórmerkilegt minjasafn verði rifið – „Er Helguskúr fyrir einhverjum?“

Húsvíkingar óttast að stórmerkilegt minjasafn verði rifið – „Er Helguskúr fyrir einhverjum?“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sigurjón rifjar upp þegar Guðni kom honum á óvart – „Guðni, þessi ágæta kona er frá Úkraínu“

Sigurjón rifjar upp þegar Guðni kom honum á óvart – „Guðni, þessi ágæta kona er frá Úkraínu“