fbpx
Sunnudagur 04.ágúst 2024
Fréttir

Trump og Harris hnakkrífast varðandi mögulegar sjónvarpskappræður – „Hún er mjög heimsk“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 07:32

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðendurnir Donald Trump og Kamala Harris eru stödd í sannkölluðum sandkassaleik varðandi fyrirhugaðar sjónvarpskappræður þeirra á milli í byrjun september, Trump hafði áður samþykkt að mæta Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í sjónvarpskappræðum á ABC sjónvarpsstöðinni þann 10. september næstkomandi. Hann ákvað hins vegar að hverfa frá því samkomulagi og krefjast þess að kappræðurnar fari fram 4. september á Fox News sjónvarpsstöðinni, sem er hliðhollari honum. Harris segir Trump hræddan um að mæta sér en eins og í rifrildi leikskólabarna segir Trump á móti að Harris sé hrædd að mæta sér.

Tylliástæða Trump fyrir viðsnúningnum er sú að hann hefur höfðað meiðyrðamál gegn sjónvarpsmanni ABC George Stephanopoulos, sem Trump uppnefnir nú ætið sem Slopadopolus. Sjónvarpsmaðurinn hélt því fram í útsendingu að Trump hefði verið fundinn sekur um nauðgun í máli E. Jean Carrol en hið rétta er að hann var fundinn sekur um kynferðisbrot og gert að greiða henni 83 milljónir bandaríkjadala fyrr á árinu.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi. Mynd/Getty

„Kappræður mínar við glæpamanninn Joe Bide, versta forseta í sögu Bandaríkjanna, áttu að fara fram á lygastöðinni ABC, heimili George Slopadopolus, einhvern tímann í september. Nú þegar Joe hefur, skiljanlega, hætt við framboðið þá held ég að kappræðurnar, við hvern þann sem öfgavinstrið tilnefnir, ættu að fara fram á Fox News frekar en hinni hlutdrægu ABC. Takk fyrir,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth social. Bætti hann síðar við að hann hefði náð samkomulagi um áðurnefnda dagsetningu á Fox News.

Harris svaraði þessari orðræðu með því að hæðast að Trump og benda á fyrri yfirlýsingu hans um að hann væri til í að mæta Harris í kappræðum, hvar og hvenær sem er. Í yfirlýsingu úr herbúðum hennar var Trump hvattur til þess að hætta öllum leikjum og honum biðist að mæta Harris þann 10. september á ABC nema að hann væri of hræddur til þess. Þangað myndi Harris mæta, með eða án hans, og ávarpa bandarísku þjóðina.

Fjúka virtist í Trump við þetta sem sagði í annarri á samfélagsmiðil sinn að Kamala hefði ekki vitsmunalegan þroska til að mæta sér á Fox News og að hún væri hrædd við að mæta sér. Í öðrum pósti sagði hann að Harris væri með lága greindarvísitölu.

„Hefur einhver tekið eftir því að Harris fer ekki í viðtöl? Það er af því að hún er mjög heimsk. Hún er með mjög lága greindarvísitölu og landið okkar þarf ekki á einhverjum að halda sem getur ekki myndað setningar. Hún getur það ekki og við vorum að losna við einn slíkan – syfjaða Joe Biden,“ skrifaði Trump.

Allt útlit er því fyrir að ekkert verði af kappræðum frambjóðandanna í september nema að einhver láti undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gústaf og Brynjar takast á – „Taka lyfin, bróðir sæll“

Gústaf og Brynjar takast á – „Taka lyfin, bróðir sæll“
Fréttir
Í gær

Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“