fbpx
Sunnudagur 04.ágúst 2024
Fréttir

Blóðug átök Gabríels við fangaverði – Sagður hafa notað úrið sitt sem hnúajárn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi á Litla-Hrauni, sem lenti í átökum við fangaverði í gær sem leiddu til þess að flytja þurfti þrjá fangaverði á sjúkrahús, er Gabríel Douane Boama.

Gabríel, sem er 22 ára, vakti þjóðarathygli árið 2022 er hann strauk úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem mál hans var til meðferðar. Var hann handtekinn nokkrum dögum síðar. Gabríel á langan brotaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og var meðal annars viðriðinn blóðug átök í Borgarholtsskóla í janúar árið 2021.

Hann afplánar nú dóm fyrir ýmis brot en Gabríel veitti DV viðtal fyrir nokkrum vikum. Þar lýsti hann edrúgöngu sinni undanfarið og góðri hegðun í fangelsi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, staðfesti góða hegðun Gabríels í fangelsi undanfarna mánuði. Gabríel sagðist jafnframt vera ósáttur við fangaverði á Litla-Hrauni sem sýndu ósveigjanleika í framkomu við hann og skrifuðu rangfærslur um sig í skýrslur.

Sjá einnig: Strokufanginn Gabríel kallar eftir meiri sanngirni fangavarða – „Ég er að reyna að komast út í lífið“

Í viðtalinu sagðist Gabríel vera með reiðivandamál og að framkoma fangavarða við hann gerði honum erfiðara að hafa hemil á því.

Hrannar Fossberg Viðarsson, samfangi Gabríels, segist í samtali við DV hafa orðið vitni að átökunum. Hann segir að Gabríel og vinur hans hafi verið með einnhver fíflalæti sem leitt hafi til þess að fangaverðir hafi meinað þeim að taka þátt í útivist fanga. Hrannar segir fangaverði hafa sýnt ósveigjanleika og segir að hann hefði getað róað Gabríel niður á tveimur mínútum hefði hann fengið tækifæri til þess.

„Það fossblæddi úr andlitinu á einum fangaverðinum.“ – Hann segir að eftir hávaðarifrildi við Gabríel hafi einn fangavörðurinn tekið upp varnarúða. Gabríel hafi þá sett armbandsúr sitt á hnúana og notað sem hnúajárn við að berja á fangavörðunum. „Hann er mjög sterkur, sérstaklegra miðað við hvað hann er grannur,“ segir Hrannar, en Gabríel hefur æft lyftingar og körfubolta af kappi á Litla-Hrauni að undanförnu. Hann er núna í einangrun í fangelsinu.

Fangelsisstjóri segir aðstæður slæmar

Vísir greindi fyrst frá málinu. Rætt var við Pál Winkel fangelsismálastjóra, sem sagði að vel hefði verið unnið úr stöðunni. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ sagði Páll í samtali við Vísi. Hann sagði jafnframt að atvikið myndi hafa afleiðingar fyrir fangann:

„Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll.

Páll segir aðstæður vera slæmar í fangelsinu að því leyti að erfitt væri að skipta upp fangahópnum með þessum hætti. Hann sagði ennfremur: „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn tjáir sig um matarverð – „Glæpaverð“ fyrir lambakjöt

Fiskikóngurinn tjáir sig um matarverð – „Glæpaverð“ fyrir lambakjöt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstæðingar transfólks hafi nýtt sér tækifærið þó Khelif sé ekki transkona – „Óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

Andstæðingar transfólks hafi nýtt sér tækifærið þó Khelif sé ekki transkona – „Óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða upp á frystingu eftir dauðann með von um endurlífgun í framtíðinni

Bjóða upp á frystingu eftir dauðann með von um endurlífgun í framtíðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lágvöruverðsverslunin Prís verður opnuð á næstunni – „Markmiðið er einfaldlega að vera ódýrust á markaðnum“

Lágvöruverðsverslunin Prís verður opnuð á næstunni – „Markmiðið er einfaldlega að vera ódýrust á markaðnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðuneyti Lilju úrskurðaði loksins í fjögurra ára gömlu máli – Kvikmynd var sögð ekki nógu vel klippt og yfirborðskennd

Ráðuneyti Lilju úrskurðaði loksins í fjögurra ára gömlu máli – Kvikmynd var sögð ekki nógu vel klippt og yfirborðskennd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“

„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“