fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Prís gerir góðlátlegt grín að keppinautunum – „Hún er krúttleg“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prís, ný lágvöruverðsverslun opnaði laugardaginn 17. ágúst, en verslunin er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Markmið Prís er að lækka matvöruverð á Íslandi og rífa upp samkeppni á ný á matvörumarkaði, eins og komið hefur fram í fréttatilkynningum og viðtölum.

Mikið hefur verið rætt um hagstætt vöruverð í Prís á samfélagsmiðlum og sagði Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri að lágu verðin séu komin til að vera.

Í myndbandi sem birt var á Facebook-síðu Prís í gær má sjá starfsmenn gera góðlátlegt grín að keppinautum sínum á matvörumarkaði Nettó, Hagkaup og Bónus. Sést starfsmaður þar fletta Morgunblaðinu sem ávallt er í aldreifingu á fimmtudögum, en verslanirnar fjórar auglýsa allar í blaðinu þó með mismunandi hætti sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt