fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Matthías Hrafn lést aðeins 6 ára gamall – Safnað fyrir fjölskyldu hans

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 30. ágúst 2024 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Hrafn Þórarinsson lést þann 28. ágúst síðastliðinn á Barnaspítala Hringsins, aðeins sex ára að aldri. 

Matthías Hrafn fæddist með sjaldgæfan vélindagalla og fór í yfir 130 aðgerðir á sinni stuttu ævi. 

„Hann bar sig ávallt vel og vann hug og hjarta allra sem honum kynntust og kann fjölskyldan starfsfólki barnaspítala og gjörgæslunnar þar sem hann dvaldi mikið á hverju ári mikla þökk,“ segir Karen Dagmar Guðmundsdóttir móðir Matthíasar.

Matthías bjó ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum, systur og tveimur bræðrum í Hveragerði. Tók það mikið á fjárhag fjölskyldunnar að halda tvö heimili í sex ár þar sem heilsufar Matthíasar bauð ekki upp á að geta verið heima hjá sér í Hveragerði meiri hluta ársins.

Faðir hans, Þórarinn Gíslason, lést í desember, og varð þá enn erfiðara fyrir móður hans að halda öllu gangandi.

„Hjarta mitt er brotið,“ segir Karen, en söfnuninni er deilt með góðfúslegu leyfi hennar.

Vinir fjölskyldunnar hafa sett af stað söfnun fyrir fjölskylduna á þessum erfiða tíma.

Söfnunarreikningurinn er á nafni móður Matthíasar, Karen Dagmar Guðmundsdóttur.

Þeir sem vilja styðja við fjölskylduna geta lagt inn á neðangreindan reikning. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Kennitala: 1910785519
Reikningur: 0314-22-1111 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“