fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Garðabær óskar eftir skýringum frá Hafnarfjarðarbæ vegna Coda Terminal – Gæti haft áhrif á grunnvatn í Garðabæ

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 30. ágúst 2024 14:00

Áhrifa verkefnisins gæti gætt innan marka Garðabæjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur óskað eftir kynningu frá Hafnarfjarðarbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir tengdar Coda Terminal, kolefnis niðurdælingarverkefni Carbfix. Framkvæmdin gæti haft áhrif á stöðu og ástand grunnvatns í Garðabæ.

Mikið hefur verið fjallað um Coda Terminal verkefnið í fjölmiðlum. Fyrirhugað er að dæla koldíoxíði niður í jörðina sunnan við Vallahverfið í Hafnarfirði, bæði frá föngunarstöðvum hérlendis og erlendis. Gert er ráð fyrir stækkun Straumsvíkurhafnar til að taka á móti sérútbúnum tankskipum.

Verkefnið hefur verið umdeilt í Hafnarfirði, einkum á meðal íbúa í Vallahverfi sem telja að um risastórt tilraunaverkefni sé að ræða allt of nálægt íbúabyggð. Dæla þurfi upp miklu grunnvatni með ófyrirséðum afleiðingum. Sex þúsund manns mótmæltu framkvæmdinni með undirskriftalista og kröfðust íbúakosningar sem var þó ekki samþykkt í bæjarstjórn.

Fylgjast þurfi með Urriðakotsvatni

Nú hefur Hafnarfjörður sent nágrönnum sínum í Garðabæ tillögur að aðalskipulagsbreytingum. Meðal annars fyrir stækkun Straumsvíkurhafnar og uppsetningu borteiga í Kapelluhrauni og Hellnahrauni.

Voru þessar tillögur teknar fyrir á fundi skipulagsráðs Garðabæjar í gær og féllust fulltrúar ekki á að leggja blessun sína yfir þær að óathuguðu máli.

Segir meðal annars að í umhverfismatsskýrslu hafi komið fram að áhrifa muni hugsanlega gæta á stöðu og ástand grunnvatns innan marka Garðabæjar. Meðal annars þurfi að fylgjast með áhrifum á Urriðakotsvatn. Var því ákveðið að óska eftir kynningu Hafnarfjarðarbæjar á þessum tillögum áður en afstaða væri tekin til framkvæmdarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“