Bandarísk kona á þrítugsaldri, Karla Dana að nafni, drukknaði þegar eftirlílking lítils víkingaskips sökk við vesturströnd Noregs á þriðjudag. Fimm aðrir náðu að komast á fleka og var bjargað.
Miðillinn Local í Færeyjum greinir frá þessu.
Dana var 29 ára fornleifafræðingur frá Flórída fylki. Hún var í svokallaðri ævintýraferð á vegum Viking Voyage þar sem átti að sigla frá Færeyjum til Noregs á Naddoddi, eftirlíkingu af víkingaskipi, alls 500 sjómílna leið.
Naddoddur var smíðaður í Færeyjum fyrir um aldarfjórðung og hefur áður siglt til íslands. Hann var nefndur eftir víkingnum Naddoddi, sem samkvæmt Landnámu fann Ísland á áttundu öld.
Naddoddur sigldi úr höfn í Tvøroyri í Færeyjum á laugardag. Á þriðjudag barst neyðarkall frá bátnum nálægt eyjunni Måløy, norðan við Björgvin í Noregi, en þá hafði það lent í vondu veðri.
Sjór gekk yfir bátinn og á endanum hvolfdi honum. Fimm manns náðu að komast á fleka og hanga þar þar til björgunaraðilar komu á staðinn. Nokkrum klukkutímum síðar fannst Dana drukknuð undir bátnum þar sem hún hafði fest sig þegar honum hvolfdi.
Lögreglan í Noregi rannsakar nú málið og lík konunnar hefur verið sent í krufningu. Aðrir sem voru um borð í bátnum slösuðust ekki en þurftu á áfallahjálp að halda. Það er fólk frá Færeyjum og Sviss.