fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Fréttir

Eltihrellir á Suðurlandi: Íhugaði að sprengja bifreið konunnar – Hefur þurft að flytja sex sinnum á ellefu mánuðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að karlmaður, sem grunaður er um gróft umsáturseinelti í garð konu, sæti nálgunarbanni næstu sex mánuðina.

Úrskurður Landsréttar féll um miðjan þennan mánuð og vakti RÚV athygli á honum fyrr í dag.

Í úrskurðum Landsréttar og héraðsdóms er málið reifað nokkuð ítarlega og kemur meðal annars fram að konan og sonur hennar hafi endurtekið þurft að dvelja utan heimilis vegna mannsins. Höfðu þau flutt sex sinnum á ellefu mánaða tímabili þar sem maðurinn komst alltaf að því hvar hún er búsett.

Málið á sér nokkurn aðdraganda en konan leitaði fyrst til lögreglu í október 2022 til að kæra áreiti og ógnandi hegðun mannsins. Var í kjölfarið lögð fram krafa um nálgunarbann sem lögregla hafnaði.

Hótanir í tengslum við myndband

Í janúar 2023 leitaði konan aftur til lögreglu til að leggja fram kæru gegn þessum sama manni. Í skýrslutöku, sem fram fór 31. janúar í fyrra, lýsti konan því að maðurinn hefði ítrekað brotið gegn henni kynferðislega, þar á meðal með myndbandi sem sýndi hana nakta. Þá lýsti hún því að hún hefði um margra mánaða skeið þurft að þola stöðugt áreiti, ærumeiðingar, ógnanir og hótanir af hálfu mannsins, þar á meðal í tengslum við umrætt myndband. Auk þess hafi maðurinn hótað því að dreifa enn frekari myndböndum af kynferðislegum toga, þar á meðal til foreldra hennar.

Í kjölfarið á þessu tók lögreglustjóri ákvörðun um að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Með úrskurði héraðsdóms var nálgunarbannið staðfest en þó markaður skemmri tími, eða fjórir mánuðir. Landsréttur staðfesti svo þetta fjögurra mánaða nálgunarbann og sætti maðurinn nálgunarbanni til 31. maí 2023.

Um miðjan maí í fyrra óskaði réttargæslumaður konunnar eftir því að manninum yrði gert að sæta áframhaldandi nálgunarbanni. Lögregla féllst á það og var manninum gert að sæta 12 mánaða nálgunarbanni. Aftur stytti héraðsdómur nálgunarbannið, nú í sex mánuði og var úrskurður héraðsdóms staðfestur í Landsrétti. Sætti maðurinn því nálgunarbanni til 13. desember 2023.

Eignaspjöll og ærumeiðingar

Í úrskurði héraðsdóms frá 13. ágúst síðastliðnum kemur fram að á gildistíma síðastnefnds nálgunarbanns hafi komið tilkynningar frá konunni um brot mannsins gegn nálgunarbanninu eða aðfinnsluvert háttalag. Þessi mál voru felld niður af lögreglu, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms.

Konan leitaði til lögreglu þann 24. júní í sumar til bera fram kæru á hendur manninum, vegna „viðvarandi og endurtekinna brota gagnvart henni“ sem fólu í sér eignaspjöll, ærumeiðingar og umsáturseinelti. Var maðurinn meðal annars sagður hafa unnið eignaspjöll á bifreið konunnar með málningu og grjótkasti og keyrt fram og til baka við heimili hennar.

Maðurinn neitaði alfarið sök í skýrslutöku sem fram fór sex dögum síðar, þann 30. júní. Sagðist maðurinn aldrei hafa skvett málningu á bifreið hennar eða reynt að nálgast hana, en viðurkenndi að hafa „fokkað“ til hennar í eitt skipti. Þá kannaðist hann við að hafa kallað til konunnar í eitt skipti og því hafi hugsanlega fylgt „tíkin þín“ en það hafi verið viðbrögð við því að konan kallaði til hans að fyrra bragði. Í kjölfar þessarar skýrslutöku ákvað lögreglustjóri að synja beiðni konunnar um nálgunarbann. Ríkissaksóknari felldi þessa ákvörðun úr gildi og lagði fyrir lögreglustjóra að taka ákvörðun um að manninum yrði gert að sæta nálgunarbanni.  Í kjölfar þessa tók lögreglustjóri ákvörðun um nálgunarbann, sem birt var manninum þann 27. júlí síðastliðinn.

Íhugaði að sprengja bílinn

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurlandi kemur fram að samkvæmt niðurstöðu dómstóla á fyrri stigum bendi rannsóknargögn til þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa meðal annars staðið að dreifingu kynferðislegs myndefnis af konunni. Þá hafi konan endurtekið lýst yfir miklum ótta við manninn.

„Af rannsóknargögnum málsins verður ráðið að kærði hafi í fjölda tilvika nálgast brotaþola við heimili hennar og á almannafæri. Samkvæmt framburði kærða hefur hann í þó nokkrum tilvikum kannast við slíka háttsemi og/eða þekkt sig á myndefni sem liggur fyrir í gögnum málsins og brotaþoli hefur lagt fram. Þá hefur lögreglan haft afskipti að kærða nærri heimili brotaþola í kjölfar tilkynningar brotaþola og fyrir liggur framburður vitna sem hafa lýst því að hafa séð kærða eða mann sem samsvarar til útlits kærða fyrir utan heimili hennar. Þá hefur kærði lýst því við lögreglu að hann hafi íhugað að sprengja upp bifreið brotaþola,“ segir í greinargerðinni.

Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að fyrir liggi að konan hafi áður lýst ótta sínum gagnvart manninum og að virtri forsögu málsins þyki sá ótti ekki úr lausu lofti gripinn. Var ákvörðunin um sex mánaða nálgunarbann því staðfest en það felur meðal annars í sér að maðurinn má ekki nálgast konuna með nokkrum hætti, sem nemur 50 metra radíus frá staðsetningu hennar hverju sinni eða setja sig í samband við hana, beint eða óbeint, svo sem með símtölum, tölvupósti, samfélagsmiðlum, eða með nokkrum öðrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Atvinnulaus fýlupúki

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“

Móðir hefur barist í fjölda ára – Segir litla virðingu borna fyrir einstæðum foreldrum – „Hringdi í Píeta af því mig langaði bara að fara“
Fréttir
Í gær

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð

Segir farir sínar ekki sléttar af 1818 – Fékk rukkun fyrir þjónustuna og aðra fyrir að kvarta yfir að vera rukkuð
Fréttir
Í gær

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða

Eigendur jöklaskoðunarfyrirtækisins fjarlægja upplýsingar um sig – Segjast ekki bera ábyrgð á slysum né dauða
Fréttir
Í gær

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“
Fréttir
Í gær

Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir 

Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir