Neytandi nokkur segir farir sínar ekki sléttar af upplýsinganúmerinu 1818, hún hafi fengið háan reikning að hennar mati og síðan annan reikning fyrir að kvarta yfir fyrri reikningnum.
Konan vekur athygli á málinu í Facebook-hópnum Vertu á verði-eftirlit með verðlagi.
„Ég vil vara fólk við að hringja í 118 upplýsingar,,ég þurfti að hringja þangað til að fá breytingu á heimilisfanginu, þar sem síðan hjá símanum bauð ekki upp á það,fékk svo reikning frá símanum upp á rúmar 2500 kr,,ég var að sjálfsögðu ekki ánægð og kvartaði við 118..takk fyrir annar reikningur upp á rúmar 3000.kr..Þarna sitja einhverjir og hafa af manni peninga og kalla sig þjónustu..Ekki hringja í 118 nema í algjöri neyð…“
Líklega á hún þó við númerið 1818, sem er eitt þriggja númera sem veita slíka þjónustu. Þann 30. Júní 2015 var númerið 118 lagt niður og ekki lengur hægt að fá upplýsingar um símanúmer í því númeri. Þrír aðilar veita þessa þjónustu: Halló ehf. í símanúmerinu 1800, Já í símanúmerinu 1818 og Nýr valkostur ehf. í símanúmerinu 1819.
Konunni er bent á að hún hafi getað breytt heimilisfangi sínu ókeypis inn á ja.is, en hún segir: „Fann ekki þar það sem ég ætlaði að gera ,,þetta var um helgi og stúlkan sem ég talaði við fann ekki tengil heldur og benti mér á að hringja í 118 eftir helgina til að redda málum..sem kostaði mig þetta..“
Kona nokkur spyr: „Áttu við að þjónustan eigi að vera frí?“
Samkvæmt vefsíðu 1818 þar sem fá má upplýsingar um símanúmer, heimilisföng og opnunartíma er upplýsinganúmerið opið virka daga 8-22 og um helgar frá 10-22.
Mínútulangt símtal í 1818 kostar 720,05 kr. Má því ætla að símtal konunnar hafi verið þrjár mínútur.
Einnig kemur fram að símafyrirtækin leggja gjöld á verðskrá Já samkvæmt eigin verðskrá. Sjá verðskrá Vodafone er birt. Nánari upplýsingar um verðskrá annarra símafyrirtækja er hægt að nálgast á heimasíðum þeirra.
Neytendum er bent á að ef það vill breyta skráningu sinni á ja.is má gera það frítt hér.