fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 13:23

Neskaupstadur Mynd: austurland.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á andláti hjóna á áttræðisaldri sem fundust látin á heimili þeirra í Neskaupsstað síðastliðinn fimmtudag stendur enn yfir. 

Karlmaður á fimmtugsaldri sem búsettur var á Norðfirði tók bíl hjónanna traustataki og keyrði honum til Reykjavíkur. Þar var handtekinn á Snorrabraut eftir viðbúnað lögreglu og á föstudag var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst. Vitni segja manninn hafa farið inn á heimili hjónanna kvöldið áður. 

Sjá einnig: Sá ókunnugan mann ganga inn á heimili hjónanna – „Ég heyrði aldrei nein óp eða öskur“

„Rannsókninni miðar vel, ennþá er verið að afla gagna og ræða við vitni. Sú vinna er í gangi núna. Það er búið að taka skýrslu af hinum grunaða en það er ekki hægt að fara út í það hvað út úr því kom að sinni, í það minnsta,“ segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn í Fjarðabyggð í samtali við Vísi. Segist hann ekki geta svarað því að svo stöddu hvort meintur gerandi hafi játað í málinu.

Samkvæmt heimildum DV er karlmaðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi og einangrun 45 ára gamall. Mun hann átt við neysluvanda að glíma árum saman og einhverjir bæjarbúa hafa haft áhyggjur af ástandi hans um skeið. Til að mynda var maðurinn  staddur í húsi í hans eigu í febrúar í ár þegar eldur kom upp í húsinu. Maðurinn komst af sjálfsdáðum út, ómeiddur. Húsið sem er tveggja hæða hús með kjallara var illa farið eftir eldsvoðann. Í umfjöllun Nútímans var fullyrt að hinn grunaði hefði sjálfur kveikt í húsinu því „djöfullinn“ sagði honum að gera það. Kom ennfremur fram að maðurinn hefði glímt við geðræn vandamál og fjölskylda hans reynt að fá hann nauðungarvistaðan en komið að lokuðum dyrum hjá heilbrigðiskerfinu.

Tengsl mannsins við hjónin er á meðal þess sem er til rannsóknar, en Kristján segir að svo virðist sem tengslin hafi ekki verið mjög mikil eða djúp. 

Banamein hjónanna er enn til skoðunar, en niðurstöður krufninga munu liggja fyrir fljótlega samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað kl. 18 í dag.

Sjá einnig: Minningarstund í Norðfjarðarkirkju

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“

Gunnar Smári birti hugleiðingu um Vigdísi og Hannes Hólmsteinn varð ekki hrifinn – „Takk fyrir að staðfesta það sem ég var að skrifa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því