fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Kallaður hræsnari fyrir að leiða mótmæli gegn ferðamönnum á Tenerife

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 17:30

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum undanfarið hefur verið sagt frá mótmælum á Kanaríeyjum, þar á meðal Tenerife, gegn hinum sífellda straumi ferðamanna. Eru umkvörtunarefni heimamanna til að mynda þau að húsnæðisverð hafi hækkað of mikið og að stanslausar hótelbyggingar spilli fegurð eyjanna og umhverfi þeirra. Vilja mótmælendur takmarka fjölda ferðamanna og leggja á þá sérstakan skatt. Eins og Íslendingar eru Bretar duglegir að sækja Tenerife heim. Það kemur hins vegar Bretum spánskt fyrir sjónir að einn helsti leiðtogi mótmælanna gegn sífelldum heimsóknum þeirra til Tenerife skuli vera landi þeirra.

Daily Mail greinir frá og segir að maðurinn hafi verið kallaður hræsnari. Hann heitir Brian Harrison og er 57 ára. Hann er frá Wales en býr í stóru húsi á Tenerife.

Harrison er formaður hreyfingar sem kallast Salvar La Tejita en hún berst fyrir því að fjöldi ferðamanna sem fær að koma til eyjunnar verði takmarkaður.

Hreyfingin var upphaflega stofnuð árið 2016 í kjölfar mótmæla gegn byggingu hótels á La Tejita, því svæði á suðurhluta Tenerife þar sem Harrison býr en svæðið er á lista spænskra stjórnvalda yfir vernduð svæði. Síðan þá hefur hreyfingin vaxið og málstaður hennar beinst að áhrifum ferðaþjónustunnar í heild sinni. Er hreyfingin sögð orðin áhrifamikil á Spáni.

Nú í sumar hefur ferðamönnum verið mótmælt víðar á Spáni en eingöngu á Kanaríeyjum. Slík mótmæli hafa einnig farið fram á Baleareyjum og í Barcelona.

Sé enginn hræsnari

Harrison segist sýna því skilning að fólk telji það hræsni að Breti leiði mótmælahreyfingu gegn ferðamönnum á Tenerife. Hann segir hins vegar eyjuna vera heimili hans en Harrison hefur búið þar í 33 ár. Hann segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að flytja þangað en ekki bara ílengst þar eftir að hafa farið í frí.

Harrison segir að þar sem hann búið svona lengi á Tenerife hljóti hann að hafa leyfi til að beita sér. Hann segir hreyfinguna sem hann leiðir ekki vera alfarið á móti ferðamönnum en fjöldinn sé einfaldlega orðinn of mikill.

Þegar Harrison flutti til Tenerife árið 1991 komu tvær milljónir ferðamanna til eyjunnar árlega. Nú hefur þessi tala hækkað upp í sex milljónir.

Harrison minnir á að Tenerife sé ekki stór og segir þessa miklu fjölgun ferðamanna ósjálfbæra.

Hann segir að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða. Takmarka verði fjölda ferðamanna og gera ferðaþjónustu sjálfbæra. Harrison segir að ekki hafi tekist að sýna fram á að slíkar takmarkanir og sérstakur skattur á ferðamenn hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið. Bendir hann á að slíkur skattur sé við lýði á Mallorca, Barcelona og víðar um Evrópu.

Fernando Clavijo forseti héraðsstjórnar Kanaríeyja segir að verið sé að vinna að breytingum á umgjörð ferðaþjónustu á eyjunum og segir að komið verði til móts við umkvörtunarefni íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands