fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Inga kærir sig ekki um að setjast á útmigið klósett – Man enn eftir stybbunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, segir það hreina og klára aðför að konum að taka af kynjaskipt salerni. Þetta segir Inga í pistli á Facebook-síðu sinni.

Nýlega gekk í gegn reglugerðarbreyting umhverfisráðherra þar sem kveðið er á um að skylt verði að bjóða upp á kynhlutlaus salerni þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Fram kemur í reglugerðinni að æskilegt sé að snyrtingar séu aðstöðumerktar, til dæmis með myndum af salerni, skiptiaðstöðu og þvagskálum frekar en kynjamerktar.

Mun breytingin taka til allrar starfsleyfis- og skráningarskyldrar starfsemi, til dæmis skóla, sund- og baðstaða, veitingastaða, verslunarmiðstöðva og kvikmyndahúsa svo eitthvað sé nefnt.

Inga Sæland er augljóslega afar óhress með þessa breytingu eins og lesa má úr orðum hennar:

„Þá hafa sjálfstæðismenn og fleiri slíkir furðuþenkjandi í ríkisstjórn og borgarstjórn, ákveðið að við konur eigum að pissa standandi, ellegar setjast á misútmignar klósettsetur mishittinna karla. Það er allmikill munur á því að geta staðið framan við salernið og látið flakka án þess að neyðast til að setjast á það, ekki satt?“

Inga segist enn muna eftir „hlandstybbunni“ á grunnskólaárunum þegar hún stalst til að kíkja inn á strákaklósettið.

„Ég þarf svo sem ekki að reyna að sannfæra neinn, það þekkja þetta allir líka Guðlaugur Þór Þórðarson sem með reglugerð hefur ákveðið að allir pissi standandi ellegar láti sig hafa það að setjast á misútmigna klósettsetu.“

Inga segist ekkert hafa heyrt minnst á það í umræðunni að þvagfærasýking sé í mörgum tilvikum dauðans alvöru mál fyrir konur sem glíma við hana.

„Að konum sem eru viðkvæmar fyrir þvagfærasýkingu sé í raun hætta búin með því að setjast á annarra manna þvag. Mér þætti gaman að heyra í þeim konum sem kæra sig um að setjast á útmignar setur mishittinna karla sem jú hafa tólin til að pissa standandi,“ segir hún og endar skrif sín á þessum orðum:

„Að taka af kynjaskipt salerni er hrein og klár aðför að okkur konum.  Þrátt fyrir að við konur séum líka menn þá ættu flestir að vera búnir að fatta, að við erum ekki alveg eins.  Ég mótmæli því af öllum kröftum og tel það gróft brot á mannréttindum okkar kvenna að ætla að þvinga okkur til að pissa standandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Handtekinn vegna stórfelldrar líkamsárásar

Handtekinn vegna stórfelldrar líkamsárásar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórum Airbus flugvélum „smyglað“ til Rússlands

Fjórum Airbus flugvélum „smyglað“ til Rússlands
Fréttir
Í gær

Segir breyttar ferðavenjur losa um umferðarhnúta – „Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með“

Segir breyttar ferðavenjur losa um umferðarhnúta – „Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með“
Fréttir
Í gær

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna