fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Fréttir

Hulda fékk „sturluð“ skilaboð um Þorstein frá ungum karlmanni

Fókus
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 18:30

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, vekur athygli á ljótum skilaboðum sem eiginkona hans, Hulda Tölgyes, fékk á dögunum frá ungum karlmanni.

Hulda er sálfræðingur og skrifuðu hjónin saman bókina Þriðja vaktin – jafnréttishandbók heimilisins.

Sjá einnig: Íhuguðu að flytja af landi brott þegar Bónus-stormurinn stóð sem hæst

„Hulda fékk skilaboð í morgun sem okkur langaði að setja í samhengi. Sturlunin sem flest sjá augljóslega í skilaboðunum á sér nefnilega víðtækan samhljóm „skynsamra“ karla sem „láta ekki femínistana segja sér til“ og þennan „woke hyskis lýð“. Þetta er sami viðhorfapakkinn og sama andspyrnan nema sett fram algjörlega grímulaust,“ skrifar Þorsteinn.

„Við fáum reglulega allskonar skilaboð. Oftast meinlausar fyrirspurnir, ábendingar eða pepp. Af og til fáum við romsur frá vanstilltum mönnum sem, við eftirgrennslan, eiga undantekningalítið langa sögu um ofbeldi. Það á við um ungan mann sem sendi Huldu skilaboð í morgun. Við vitum vel að fæstir eru svo vanstilltir og illa skrifandi að þeir láta svona frá sér,“ segir hann og birtir skilaboðin á Instagram. Þau má lesa hér að neðan.

Skilaboðin sem Hulda fékk. Skjáskot/Instagram @karlmennskan

„Í þessum sturluðu skilaboðum er tónn og ákveðinn þráður sem dreginn er ítrekað fram. Að karlmaður sem tekur afstöðu, beitir sér og vill raunverulega axla ábyrgð á sjálfum sér sé undirlátur, veikgeðja og gay. Kúgaður og heilaþveginn af vondu konunni sem ætlar sér yfirráð,“ segir Þorsteinn en bætir við að þetta snýst ekki um þau, þennan unga mann eða þessi tilteknu skilaboð.

„Við viljum benda á samhengi og samhljóminn sem finna má með þessari sturlun og því sem er af sumum talin skynsemi,“ segir hann.

„Þegar fólk kaupir það að við séum róttæk, öfgafull, ýkt, illa skrifandi eða hvað svo sem fólk hendir fram þá er verið að samþykkja andspyrnuna. Þegar menn telja Þorstein (mig) kúgaðan eða gay, í neikvæðri merkingu, vegna afstöðu minnar eru þeir að taka undir andspyrnuna.

Skynsemin felst ekki í forréttindafirringu eða í andspyrnunni við femínista. Hræðslan eða fyrirlitningin á woke (fólk sem lætur sig réttlæti varða) nærir viðhorf sem eru af nákvæmlega sama meiði og ungi maðurinn ældi yfir Huldu. Viðhorf sem gera „óþægilega fólkið“ að vandanum. Það sé að valda skaða, taka eitthvað frá þeim réttlátu, grafa undan körlum og viðhalda misrétti. Allt algjör afbökun og þvæla sem fólk virðist eiga erfitt með að sjá í gegnum.

Það væri mun meiri skynsemi í því að sjá hvernig „skynsamar rökhyggjuverur“ miðla nákvæmlega sömu viðhorfum og ungi maðurinn nema bara með örlítið fágaðri framsetningu. Nota hæðni, anti-woke áróður, ala á ótta og sundrungu.“

Að lokum segir Þorsteinn að þau finna til með þeim sem eiga erfitt með samkennd. „Og þurfa að halda traustataki í úreltan viðhorfapakka fortíðar svo sjálfsmynd þeirra hrynji ekki í sundur. Elsku litlu hríslurnar.“

Skoðaðu færsluna í heild sinni hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð hana ekki.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans

Meintur gerandi á Neskaupstað óreglumaður – Bæjarbúar höfðu áhyggjur af ástandi hans
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“

Notuðu kaffivél til kókaíninnflutnings – „En ég er ekkert að ljúga að þér bróðir minn“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Handtekinn vegna stórfelldrar líkamsárásar

Handtekinn vegna stórfelldrar líkamsárásar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórum Airbus flugvélum „smyglað“ til Rússlands

Fjórum Airbus flugvélum „smyglað“ til Rússlands
Fréttir
Í gær

Segir breyttar ferðavenjur losa um umferðarhnúta – „Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með“

Segir breyttar ferðavenjur losa um umferðarhnúta – „Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með“
Fréttir
Í gær

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul lokið – Misvísandi upplýsingar ferðaþjónustufyrirtækisins um fjölda ferðamannanna