fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Borgarfulltrúi gagnrýnir múgæsingu gegn útlendingum í hverfagrúbbum – „Hér býr fólk af erlendum uppruna í nánast öllum húsum í kringum mig“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 20:00

Sabine bendir á að útlendingar séu mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýnir það að hvers kyns athafnir útlendinga séu tilkynntar í hverfagrúbbum. Þetta hvetji til múgæsingar gegn fólki sem haldi samfélaginu gangandi og eigi undir högg að sækja, ekki síst börnin.

Sabine, sem er fædd í Þýskalandi, birtir færslu um þetta á samfélagsmiðlum í sinni eigin hverfagrúbbu í Reykjavík. Færsluna má túlka sem viðbragð við færslu manns sem varð fyrir innbroti og sagðist fyrir nokkrum mánuðum hafa orðið var við einhverja menn sem honum sýndist vera hælisleitendur frá Austur Evrópu eða Miðausturlöndum skoða hús. Þökkuðu sumir honum fyrir færsluna en aðrir gagnrýndu.

Nei við múgæsingu

„Ég skil – því miður af eigin reynslu – að manneskja sem hefur verið fyrir innbrot sé í geðshræringu og þörf fyrir að endurheimta öryggistilfinningu á sínu heimili sem á að vera griðastaður. Og sjálfsagt er að tilkynna hvers konar brot eða rökstuddan grun um brot til lögreglunnar,“ segir Sabine í færslunni. „En við verðum að segja nei við hvers konar múgæsingu gagnvart útlendingum enda höfum við séð afleiðingar þess í öðrum löndum einmitt á síðustu vikum og þetta er ekki samfélag sem við viljum hafa hér á Íslandi.“

Vísar hún þá í uppþot kynþáttahaturs í Bretlandi og Írlandi á undanförnum vikum og mánuðum.

Sjá einnig:

Varaði við innbrotsþjófum í hverfinu – „Það er verið að skjóta sendiboðann í þessu máli“

„Hvað á fólk að gera eftir svona viðvörun? Tilkynna að hafa séð útlending bera út kassa fullt af dóti? Það gæti verið ég á leiðinni í Sorpu,“ segir Sabine.

Eru útlendingar velkomnir?

Færsla áðurnefnds manns er vitaskuld ekki í eina skiptið sem varað hefur verið við útlendingum. Daglegt brauð er að sjá færslur í hverfagrúbbum þar sem tilkynnt er um farir grunsamlegra manna, yfirleitt útlendinga. Oft eru líka teknar af þeim ljósmyndir og birtar í grúbbuum án þess að hylja andlitin. Oft er fullyrt að viðkomandi sé að fylgjast með húsum eða að taka í hurðarhúna.

„Hér býr fólk af erlendum uppruna í nánast öllum húsum í kringum mig og þetta er fólk sem ekki bara heldur þessu samfélagi gangandi með sínum störfum, heldur eru þetta foreldrar barna sem eru í bekknum með börnum ykkar,“ segir Sabine. „Kannanir sýna að börn af erlendum uppruna verða oftar fyrir einelti eða upplifa að eiga ekki vini. Þannig að ég bið ykkur að vanda ykkur hvernig þið talið fyrir framan börnin ykkar. Eru þessir foreldrar að upplifa að þeir séu velkomnir af ykkar hálfu þar sem þið eruð virkir sem foreldrar í skólanum eða íþróttafélaginu? Búum til gott samfélag hér og leyfum hatrinu ekki að sigra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti