fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Var nýkominn úr hellinum þegar hrunið varð – Leit haldið áfram

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að tveimur ferðamönnum sem saknað er eftir að íshellir gaf sig í Breiðamerkurjökli í gær hófst aftur í birtingu í morgun.

Leitarhópar náðu tveimur undan farginu í gær og var annar þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi en hinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Um var að ræða 25 manna hóp ferðamanna af ýmsum þjóðernum.

RÚV greinir frá því að fyrsti hópur leitarmanna hafi verið kominn upp á jökulinn snemma í morgun eftir að leit var frestað í gærkvöldi.

RÚV ræddi í gær við ferðamann sem var nýkominn út úr hellinum í gær þegar hrunið var. Hann sagði að hellirinn væri ekki ýkja djúpur, eða 3-5 metrar, og virðist hrunið hafa átt sér stað um 10 mínútum eftir að hans hópur fór út. Segir hann hópinn hafa heyrt drunur en ekki hugsað meira út í málið fyrr en komið var upp á hótel og fréttir af slysinu fóru að berast.

Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um slysið í Breiðamerkurjökli í gær og er fréttin til dæmis ein sú efsta á vefsíðum BBC og Guardian nú í morgunsárið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna hefur þurft að sitja undir grófum rógburði eftir að hún kærði kynferðisbrot á jazzhátíð

Anna hefur þurft að sitja undir grófum rógburði eftir að hún kærði kynferðisbrot á jazzhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi fengið nóg af stöðunni hér á landi: „Það mun einn daginn sjóða uppúr“

Bubbi fengið nóg af stöðunni hér á landi: „Það mun einn daginn sjóða uppúr“