fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Þorvaldur segir gosið óvenjulegt: „Umhugsunarefni ef þetta heldur áfram að flæða til norðurs“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir við Morgunblaðið í dag að eldgosið sem hófst á Sundhnúkagígsröðinni í síðustu viku sé óvenjulegt að mörgu leyti. Ekki sé hægt að útiloka að innviðir norður af gossvæðinu verði í hættu ef fram heldur sem horfir.

Þorvaldur bendir á að virknin sé mest á norðurenda gossprungunnar og kvikustrókavirknin hafi verið stöðug og býsna öflug.

„Þó svo að kvikustrók­um fari fækk­andi þá eru strók­arn­ir ansi öfl­ug­ir,“ seg­ir Þor­vald­ur við Morgunblaðið og nefnir að strókarnir nái 75 til 150 metra hæð, eða sem nemur 1-2 Hallgrímskirkjuturnum.

Hann segir að hraunið flæði til norðurs og eins og sakir standa afmarkist gosflæðið við óbyggð svæði þar sem innviðir eru ekki í sérstakri hættu. Það geti þó breyst og ekki megi útiloka það.

„Það er um­hugs­un­ar­efni ef þetta held­ur áfram að flæða til norðurs. Þá er al­veg mögu­leiki á að innviðir sem eru þarna norðan við, eins og vatns­ból Vogamanna og þeirra í Reykja­nes­bæ, jafn­vel Reykja­nes­braut­in og kannski eitt­hvað meira, gætu orðið fyr­ir áhrif­um af hraun­flæði,“ segir Þorvaldur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar

Göngumaður féll í sprungu við gosstöðvarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna hefur þurft að sitja undir grófum rógburði eftir að hún kærði kynferðisbrot á jazzhátíð

Anna hefur þurft að sitja undir grófum rógburði eftir að hún kærði kynferðisbrot á jazzhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt

Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir framkvæmdum sem stóðu fram á nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi fengið nóg af stöðunni hér á landi: „Það mun einn daginn sjóða uppúr“

Bubbi fengið nóg af stöðunni hér á landi: „Það mun einn daginn sjóða uppúr“