fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Sonurinn á batavegi eftir stunguárás á Menningarnótt – „Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2024 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú 16 ára ungmenni, tvær stúlkur og piltur, urðu fyrir alvarlegri stunguárás á Menningarnótt,. Meintur gerandi, piltur sem einnig er 16 ára, var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til til 30. ágúst á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Pilturinn er vistaður á Hólmsheiði í viðeigandi úrræði sökum ungs aldurs.

Ungmennin þrjú voru ásamt fjórða ungmenninu í bifreið við Skúlagötu 4 í miðborginni þegar meintur gerandi, veittist að þeim. Stúlkan sem særðist mest í árásinni er enn í lífshættu, en hin tvö hlutu minni áverka, voru aldrei í lífshættu og eru á batavegi. Hin stúlkan hefur verið útskrifuð af spítala.

Í fyrstu var greint frá því að öll ungmennin væru íslenskir ríkisborgarar, en pilturinn sem særðist í árásinni er frá Palestínu. Flúði hann hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum.

Rætt var við Salym Albyouk, föður drengsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 

„Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minna með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“

Salym er gagnrýninn á fyrstu upplýsingar lögreglu eftir árásina, en honum var tilkynnt að sonur hans væri látinn. „Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð.“ Einnig er hann ósáttur við lögregla hafi í fyrstu gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar.

Sonur hans liggur á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. 

Salym gaf syninum leyfi til að fara á Menningarnótt ásamt vinum sínum og segir hann hafa hlakkað mikið til, og foreldrar hans gefið honum ný föt og rakspíra.

Ungmennin voru á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst.

„Þau sátu öll inn í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af.“ 

Að svo stöddu er ekki horft til þess að ásetningur árásarinnar varði hatursglæp.

Horfa má á viðtalið við Salym í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar