fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Fréttir

Ragnar Þór hugar að mótmælaaðgerðum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 16:35

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann vilji kanna hug almennings til þess að gripið verði til mótmælaaðgerða vegna ástands efnahagsmála:

„Óformleg könnun. Ég hef skynjað sívaxandi reiði meðal almennings um stöðu efnahagsmála og ábyrgð ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í þeim efnum. Ég hef í huga að boða aðgerðir/mótmæli og vil kanna hvort sú tilfinning sé rétt, að við séum búinn að fá nóg af þessu ástandi, og ætlum að láta í okkur heyra? Like og deiling ef þú ert á sömu skoðun.“

Þegar þessi orð eru rituð hafa 170 sett Like við færsluna og 78 deilt henni. Jafn framt hafa 4 tjáð sig í athugasemdum við færsluna þar sem viðkomandi taka heilshugar undir að þörf sé á mótmælum og sá harðorðasti vill einfaldlega byltingu.

Hvort Ragnari Þór þyki þetta nógu skýr merki um vilja almennings til mótmæla verður hins vegar að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir á hækjum þurfti að skutla dóttur sinni í skólann – Fær ekki akstur því hún er „óstaðsett í hús“

Móðir á hækjum þurfti að skutla dóttur sinni í skólann – Fær ekki akstur því hún er „óstaðsett í hús“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ævar Þór þungt hugsi: „Ég er ekki viss um að nokkur skilji“

Ævar Þór þungt hugsi: „Ég er ekki viss um að nokkur skilji“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einn látinn eftir slysið við Breiðamerkurjökul

Einn látinn eftir slysið við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alvarleg líkamsárás í miðborginni – 16 ára drengur úrskurðaður í gæsluvarðhald

Alvarleg líkamsárás í miðborginni – 16 ára drengur úrskurðaður í gæsluvarðhald