fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Leita áfram við erfiðar aðstæður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 13:26

Frá vettvangi. Mynd/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að tveimur ferðamönnum sem voru í íshelli á Breiðamerkurjökli í gær þegar hrundi úr honum stendur enn yfir. Aðstæður á svæðinu er erfiðar eins og myndin hér að ofan ber með sér.

Alls voru 25 ferðamenn af ýmsum þjóðernum á svæðinu þegar hrundi úr hellinum. Viðbragðsaðilar náðu tveimur í gær og var annar þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi en hinn var fluttur slasaður með þyrlu á sjúkrahús.

Veður til leitar er gott en aðstæður á jöklinum erfiðar fyrir þá 60 björgunarsveitarmenn og viðbragðsaðila sem eru á vettvangi.

Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði í fréttum RÚV í morgun að þrjú teymi væru að vinna við mokstur og niðurbrot á ís. Þessi teymi vinni klukkutíma í senn. Þá sagði Sveinn að vinna stæði yfir við að bera kennsl á ferðamennina í hópnum en hann sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri til fullur nafnalisti fyrir hópinn sem fór í skoðunarferðina í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök